Andvari - 01.01.2013, Qupperneq 75
andvari
„ANNAÐ EINS SKÁLDSÉNÍ HAFA ÍSLENDINGAR ALDREI ÁTT“
73
það að honum nýlátnum. Það er til í einu eiginhandarriti og nokkrum upp-
skriftum en komst ekki á prent meðan Bjarni lifði. Ekki er vitað hvort Tómas
hefur þekkt það.
„Ber er hver að baki...“
Bjarni Thorarensen átti einn bróður, Skúla, sem var fæddur árið 1805 og því
nærri 20 árum yngri en Bjarni. Faðir þeirra, Vigfús sýslumaður á Hlíðarenda,
lést árið 1819, en Steinunn móðir þeirra bjó þar áfram til dauðadags í febrúar
1828. Skúli stundaði nám hjá sr. Arna Helgasyni í Görðum og lauk því 1824.
Hann sinnti síðan bústörfum hjá móður sinni, en sama ár og hún lést sigldi
hann utan til náms í læknisfræði.
Þegar Skúli var á leið utan skrifaði Bjarni Finni Magnússyni: „Aðalbréfsefnið
... er að biðja þig að leyfa bróður mínum, Skúla, stundum aðgang til þín. Þú
munt finna strax á fyrsta viðtali við hann að hann hefir ei neina af mínum
ungdómsbrestum og hann var settari tvítugur en eg fertugur.“ (BThBréf 1:179)
Eflaust hafa þeir bræður skrifast á meðan Skúli var erlendis en þau bréf
eru öll glötuð og litlar heimildir eru um hann á námsárunum. Þó er kunnugt
að þeir Tómas Sæmundsson, ásamt Eggerti Jónssyni, störfuðu saman að út-
gáfu kvæða Eggerts Olafssonar sem komu út 1832. Skúli og Eggert Jónsson
sátu þá báðir í stjórn Hafnardeildar Bókmenntafélagsins og Tómas kom þar
einnig við sögu því að hann tók saman grein um nýútkomnar bækur fyrir
6. árgang Skírnis 1832.40 Þar var ekki aðeins listi yfir bækur heldur ítarlega
fjallað um margar þeirra. Svo vildi til að í þeim árgangi Skírnis birtist aðeins
eitt kvæði, Veturinn eftir Bjarna, sem Finnur Magnússon hafði lumað á í 9
ár. Má mikið vera ef þeir Eggert, Skúli og Tómas hafa ekki vélað þar eitt-
hvað um og sterkar líkur eru á að Veturinn hafi verið ofarlega í huga Tómasar
þegar hann gekk frá bæklingi sínum um sama leyti og Skírnir kom út. Skúli
og Tómas voru sem sagt kunningjar og samverkamenn og Finnur Magnússon
var ekki langt undan. Freistandi er að álíta að kynni þessi hafi að minnsta
kosti ekki dregið úr áhuga Tómasar á Bjarna og skáldskap hans. Skúli hefur
eflaust átt í fórum sínum kvæðahandrit frá bróður sínum, þótt ekki væri nema
minningarkvæðið um Steinunni móður þeirra og stökuna um Fljótshlíð frá
1828, og væri ekki ólíklegt að Skúli hefði komið honum í kynni við önnur
óbirt kvæði Bjarna, þeir jafnvel fengið þau léð hjá Finni. Tómas hafði undir
höndum handrit beggja kvæðanna frá 1828, hann birti minningarkvæðið um
Steinunni í þeim árgangi Fjölnis sem hann annaðist einn útgáfu á, 1839, og
sendi Jónasi Hallgrímssyni Fljótshlíðarstökuna í bréfi 1835. Ekki hafði þá
dregið úr hrifningu hans á kvæðum Bjarna sem sestur var að á Möðruvöllum:
„Svona kveður enginn nema Fljótshlíðingurinn þarna fyrir norðan!"41 í vís-