Andvari - 01.01.2013, Page 76
74
PÁLL BJARNASON
ANDVARI
unni er Fljótshlíðin orðin að konu sem tekur á sig breytileg gervi eftir árs-
tímum:
Á vori vænust meyja,
vafin öll í skart,
á sumri fríð húsfreyja,
flest er hjá þér þarft-42
Skúli sigldi heim sumarið 1834 til að taka við læknisembætti í Suðuramti
sem hann gegndi samfellt til 1869 eða í 35 ár. Tómas sigldi heim um haustið
sama ár. Hann hélt fljótlega norður í land til að vitja unnustu sinnar í Aðaldal
sem hafði beðið hans í fimm ár. Hann gaf sér þó tíma til að koma við á
Möðruvöllum, „hjá þeim elskulega amtmanni Thórarensen“, sunnudaginn 3.
október 1834.43 Ekki er vitað til þess að þeir hafi hist fyrr, en svo vel fór á
með þeim að líkast var sem aldavinir væru að hittast eftir langan aðskilnað.
Vel mætti hugsa sér að kunningsskapurinn við Skúla hafi þar átt sinn þátt
og ótrúlegt er annað en bæklingur Tómasar hafi borist í tal. Tómas bauð
Bjarna í brúðkaup sitt sem haldið var þremur vikum síðar. Bjarni gat reyndar
ekki komið vegna veðurs en orti þess í stað eitt af öndvegiskvæðum sínum,
Brúðkaupsvísu til síra Tómasar Sæmundssonar (BThBréf:139; BThLjóðmæli
1:165-166). Þar hrósar hann Tómasi helst fyrir staðfestu og tryggð: Þó að hann
færi víða um lönd „ekki þó loforða sleit hann sín bönd.“ Tryggð brúðarinnar
kemur lítið við sögu, hefur líklega þótt sjálfsögð.
Vinátta Tómasar og Bjarna hélst alla tíð. Þeir mátu hvor annan mikils
og voru meðal annars samherjar í baráttu fyrir endurreisn Alþingis á Þing-
völlum. Vinátta hélst einnig með Tómasi og Skúla, enda ekki langt á milli
Breiðabólsstaðar í Fljótshlíð og Móeiðarhvols í Landeyjum.44
Hvaða áhrifhafði umsögn Tómasar?
Einu viðbrögð Bjarna sem kunnug eru við bæklingi Tómasar sjást í bréfi hans
til Finns Magnússonar 25. ágúst 1832. Hann skrifar: „Hissa er eg á pésa Th.
Sæmundssonar, því sem eg hefi úr honum séð! Hvaða begreb gjörir hann sér
um skáldskap? eða er það patriotisme að skrökva upplýsingarleysi á landann -
mig skal ei undra að þeir ei vilja svara S. David.“ (BThBréf 1:205) David þessi
hafði haldið því fram að glæpir væru tíðari á Islandi en í Danmörku af því
að Islendingar væru á lægra menningarstigi (sbr. skýringar J.Helg., BThBréf
1:299). Bjarni virðist kvarta undan því að Tómas dragi upp neikvæða mynd
af menningarástandinu á íslandi í stað þess að taka upp hanskann fyrir landa
sína og andmæla David. Ekki verður séð hvað Bjarna fannst um lofsamleg
ummæli Tómasar í sinn garð.45 „Hvaða begreb gjörir hann sér um skáld-