Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Síða 78

Andvari - 01.01.2013, Síða 78
76 PÁLL BJARNASON ANDVARl Bjarni lifði innan við áratug eftir að skrif Tómasar birtust. Hann naut á þeim tíma virðingar sem skáld, en sú virðing tengdist að einhverju leyti emb- ættistign hans. Bjarni hefur bæði notið þess og goldið sem skáld að vera í háu embætti, hann var umdeildur, þótti strangur í embættisverkum og gaf fólki stundum tilefni til að hneykslast á taumleysi í orðum og æði. Virðulegur embættismaðurinn hefur oft átt erfitt með að halda aftur af brokkgengu skáld- inu.51 Sjálfur lýsti Bjarni hlutskipti sínu í alkunnu kvæði: Ekki er hollt að hafa ból hefðar uppá jökultindi, af því þar er ekkert skjól uppi fyrir frosti, snjó né vindi. Ekki er víst að alþýða manna hafi almennt tekið ástfóstri við ljóð Bjarna fyrr en kvæði hans höfðu verið gefin út á bók 6 árum eftir lát hans. En þeir sem höfðu best tök á að fylgjast með skáldskap samtímans mátu Bjarna mikils. Tómas Sæmundsson tók skáldskap hans greinilega fram yfir skáldskap vinar síns, Jónasar Hallgrímssonar. Jónas orti fagurlega eftir Bjarna látinn og kall- aði hann „ástmög íslands“ og „þjóðskáldið góða“.52 Bætt staða Bjarna sem skálds seinni árin sást m.a. í því að hann þurfti ekki lengur að skrifa ritstjór- um bænheit bréf til að fá kvæði birt. Þeim fannst vegsauki að birta ljóð eftir „amtmann og jústitsráð B. Thorarensen“.53 Líklega hefur bæklingur Tómasar almennt haft lítil áhrif enda ekki náð mikilli útbreiðslu. En Bjarna hefur verið holl hvatning að kynnast eldmóði og framfarahug Tómasar og ferskum anda Fjölnis þar sem honum gafst greið leið til að birta léttúðug ástarkvæði sem hefði verið tilgangslaust að biðja Finn Magnússon fyrir áður. Nidurstaða Það verður að teljast ofsögum sagt og ekki fyllilega sanngjarnt að telja Bjarna hafa vanrækt skáldskapinn þó að afköstin væru ekki eins og hjá þeim sem höfðu betri aðstæður til að helga sig skáldskap. Meiri afköst tryggja ekki betri kvæði. Því til staðfestingar mætti nefna mun á skáldskap Bjarna og Magnúsar Stephensens og ólíka aðstöðu þeirra til að koma kvæðum sínum á framfæri. Bjarni hafði metnað sem skáld þó að hann léti stundum sem yrkingar væru honum léttvægt föndur. Hann lagði sig í líma við að koma kvæðum sínum á framfæri þó að tækifærin væru takmörkuð, hann bryddaði upp á nýjum háttum og sýndi oft djörfung í myndmáli og frumleika í efnis- tökum. Hér að framan var vitnað til orða Sigurðar Nordal um að Tómas hefði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.