Andvari - 01.01.2013, Page 79
andvari
„ANNAÐ EINS SKÁLDSÉNÍ HAFA ÍSLENDINGAR ALDREI ÁTT‘
77
fundið „hinn heilaga eld stórfelldrar andagiftar í kvæðum Bjarna, þó að hann
þekkti ekki nema fá þeirra og hin beztu væru óort“. Hér hefur verið reynt að
sýna fram á að mörg af bestu kvæðum Bjarna, jafnvel flest, hefðu verið ort
áður en Tómas ritaði bækling sinn þó að nokkur prýðisgóð kvæði bættust
við síðar.54 Mikill hluti af kvæðum Bjarna voru erfiljóð þar sem hann fór að
vísu ekki alltaf frumlegar leiðir. En í bestu erfiljóðum hans var hinum látnu
lýst af óvenjulegri hreinskilni og glöggskyggni og að því leyti er kvæðið um
Sæmund Magnússon Hólm (d.1821) ekki síðra en kvæðið um Odd Hjaltalín
(1840).55 Myndauðgin og frumleikinn í íslandi (1818), Vetrinum (1823) og
erfiljóðinu um Rannveigu Filippusdóttur (1825) stendur ekki að baki því sem
Bjarni orti síðar á ævinni.
Vel má vera að Tómas tæki fulldjúpt í árinni með þeim orðum að fslend-
ingar hefðu aldrei fyrr átt skáld sem jafnaðist að hæfileikum á við Bjarna
Thorarensen og skeytti þá ekki um samjöfnuð við góðskáld eins og Egil
Skalla-Grímsson og Hallgrím Pétursson. Þau orð voru skrifuð í hita hrifn-
ingar og ákefðar sem oft henti Tómas, eflaust svolítið ungæðisleg að mati
þeirra eldri og spakari. En auðvelt er að fyrirgefa þau stóru orð því að full-
yrða má að í bestu kvæðum sínum skaraði Bjarni fram úr skáldum samtíma
síns og skipaði sér í hóp þeirra fremstu fyrr og síðar.
HEIMILDIR
Armann á Alþingi I-IV. 1829-1832. Ritstjórar Þorgeir Guðmundsson og Baldvin Einarsson.
Kaupmh.
Biskupinn íGördum. 1959. Sendibréf [sr. Arna Helgasonar] 1810-1853. Finnur Sigmundsson
bjó til prentunar. Bókfellsútgáfan. Reykjavík.
Bjami Thorarensen. 1847. Kvœði Bjarna Thórarensens amtmanns. Hið ísl. bókmenntafélag.
Kaupmh.
Bjarni Thorarensen. 1884. Kvœði eptir Bjarna Thórarensen. Hið ísl. bókmenntafélag.
Kaupmh. [Ævisaga Bjama eftir Einar Hjörleifsson bls. VII-XLVI.]
Bjarni Thorarensen. 1935. Ljóðmœli I-II. Jón Helgason bjó til prentunar (BThLjóðmæli).
Bjarni Thorarensen. 1943. Bréf. Fyrra bindi. Jón Helgason bjó til prentunar. Hið ísl. fræðafélag,
Kaupmh. (BThBréf I).
Bjarni Thorarensen. 1986. Bréf. Síðara bindi. Jón Helgason bjó til prentunar. Hið ísl.
fræðafélag, Reykjavík (BThBréf II).
Bjarni Þorsteinsson. 1906-1909. íslenzkþjóðlög. Kaupmh.
Bjöm Teitsson. 1966. „Þorrabálkar og vetrarkvæði." Mímir. Blað stúdenta í íslenzkum frœðum.
5. árgangur, 1. tbl.:7-16.
Konráð Gíslason. 1984. Bréf. Aðalgeir Kristjánsson bjó til prentunar. Stofnun Arna
Maganússonar. Reykjavík.