Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2013, Page 86

Andvari - 01.01.2013, Page 86
84 PÉTUR PÉTURSSON ANDVARI Sterkur persónuleiki Segja má að Eiríkur hafi tilheyrt þeirri kynslóð sem kom íslandi inn í nú- tímann, þ.e. aldamótakynslóðinni svonefndu, kynslóð sem tókst á við verk- efnin sem fyrir lágu og gerði það á þann hátt að það varð lærdómsríkt fyrir þá sem á eftir komu og lifðu nýja tíma. Ahugamál hans og viðfangsefni voru tengd framförum á íslandi í víðum skilningi, hvort sem það voru atvinnu- mál, stjórnmál eða menningarmál. Eiríkur var málafylgjumaður sem munaði um og hann var áberandi í umræðu um þau mál sem hann lét til sín taka hverju sinni. Tengslanet hans lá víða heima á Fróni og erlendis. Sambönd hans í enskum menntaheimi gera framlag hans og áhrif sérstaklega áhugaverð í þessu sambandi því þar var trúar- og kirkjumálum skipað með mjög öðrum hætti en á Islandi. Guðfræðin er að mörgu leyti aldarspegill á menningu, menntir og stjórn- mál hvers tíma. Túlkun Biblíunnar og þýðing á hin ýmsu tungumál er lykil- atriði í þessu sambandi. Þetta ritsafn þarf að túlka fyrir hverri nýrri kynslóð og texta þess þarf að endurnýja með reglubundnu millibili til viðhalds kristnu safnaðarlífi og til þess að boðskapur þess nái til fólks. Eiríkur kom mjög við sögu biblíuþýðinga og ritskýringar. Hann var mörgum sem kynntust honum minnistæður og hefur átt auðvelt með að kynnast fólki og skapa traust. Hann var kröfuharður í garð vina sinna og samstarfsfólks og krafðist einlægni og heiðarleika í samskiptum enda bjó hann sjálfur yfir þessum eiginleikum í ríkum mæli. Brást hann hart við ef hann varð var við ódrengskap og skirrð- ist þá ekki við að segja mönnum til syndanna hvort sem var í ræðu, riti eða bréflega. Ljóst er að hann var mikill skapmaður og má í því sambandi vísa til vitnisburðar samtímamanna sem kynntust honum náið.3 Vinsældir Eiríks auðvelduðu honum að koma hinum fjölþættu áhugamál- um sínum á framfæri, en hann eignaðist einnig mótstöðumenn og suma all- harða og nokkrir nánir vinir hans slitu samskiptum við hann. Orsakir þess að Eiríkur er minnistæður tímamótamaður má að vissu marki rekja til persónu hans og óhætt er að tala um persónutöfra, karisma, í því sambandi. Birtist þetta ekki síst í stjórnmálunum þar sem stuðningurinn við Jón Sigurðsson og stefnu hans var Eiríki hjartans mál. Þjóðfrelsismál bar hann mjög fyrir brjósti alla ævi og var það honum svo mikið hitamál að segja má að hann hafi skipt mönnum og málefnum í tvennt. Annað hvort voru menn með eða á móti - og í því tilfelli með eða á móti vini hans og leiðtoga Jóni Sigurðssyni, forseta Kaupmannahafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags, og stefnu hans. Eftir að Eiríkur lauk prófi við Prestaskólann í Reykjavík var hann í nokk- ur ár ritari landfógeta. Hann kunni að umgangast valdsmenn og áhrifafólk á hinum ýmsu sviðum og hafði bæði kjark og lagni til að notfæra það sér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.