Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2013, Side 99

Andvari - 01.01.2013, Side 99
andvari KREDDULAUS TEMPERAMENTSMAÐUR 97 að finna aðra leið, ef hún verður fundin, upp að hásæti hans, en opinberunarveginn ... Engin viðleitni að komast að sannleikanum spillir huga nje hjarta nokkurs manns ... Að koma með það nú, að efnis-spekingar fóttroði alla siðfræði, upphefji allan mun góðs og ills, dyggða og ódyggða er svo glannalegt og ofsafengið að vjer getum að eins hrygzt yfir þesskonar hugsunarlausum rökum. Að menn sem þykjast ætla að mennta sjer fáfróðari lýð skuli bera nokkrum hugsandi og rannsakandi mannflokki slíka sögu er oss aðeins vottur þess, að þeir er þannig rita sjeu sjálfir ókunnir hinum hreinsandi, oss liggur við að segja helgandi áhrifum djúpra rannsókna.53 Að baki þessum málflutningi Eiríks má greina afstöðu breskra deista sem trúðu á tilvist Guðs almáttugs, skapara himins og jarðar, en gerðu ráð fyrir því að hann væri svo ekki að skipta sér mikið af sköpunarverkinu eftir sköpunina í upphafi. Hins vegar átti Eiríkur innilega og persónulega kristna trú sem tendruð var af þeim tilfinningahita sem ávallt einkenndi hann sem hugsjóna- mann. Þetta var trú sem er í ætt við dulhyggju og er trúmanninum stöðug andleg næring og lífsorka. Þessi trúarafstaða er náskyld trúarlegum lífsstíl kvekara. Þar er gert ráð fyrir virkum Guði og þátttöku hins trúaða í sístæðri sköpun hans með því að sýna náungakærleika og réttlæti og ástunda sann- leiksleit á öllum sviðum, trúmálum jafnt og vísindum, í veraldlegum málum jafnt og andlegum. Afskipti Eiríks af aldamótaþýðingu Biblíunnar Veturinn 1899-1900 dvaldist Haraldur Níelsson á heimili Eiríks og Sigríðar konu hans í Cambridge, en Sigríður var móðursystir Bergljótar unnustu Haralds. Hann hafði þá verið í Þýskalandi til að fullnuma sig í hebresku og Gamlatestamentisfræðum vegna starfa sinna við þýðingu Gamla testamentis- ins og nú var hann í sömu erindagjörðum í Cambridge. Varð þeim Eiríki mjög vel til vina og ræddu þeir biblíuþýðinguna fram og aftur og ýmis mál henni tengd. Eiríkur samdi athugsemdir við það sem Haraldur hafði þegar þýtt og þær voru þakksamlega þegnar og teknar til greina, en það var undantekning að Haraldur tæki vel í athugsemdir við þann texta sem hann þýddi. Eiríkur dáðist mjög að Haraldi og sá í honum biskups- efni. Hann hældi þýðingu hans á hvert reipi og taldi hann hafa einstaka mál- hæfileika og tilfinningu ljóðskáldsins fyrir fegurð málsins.54 Eiríkur beitti sér fyrir því að Breska biblíufélagið veitti Haraldi launahækk- un og rak biskupinn, sem var forseti Hins íslenska biblíufélags, af stað til að sækja um þessa hækkun, en hann var tregur til vegna hinna nánu ættartengsla við Harald (móðurbróðir).55 Þegar kærur bárust út af þýðingunni var Eiríkur fulltrúi íslenska biblíufélagsins og Haralds gagnvart breska félaginu og fylgdi því fast eftir að tillit væri tekið til hagsmuna og sjónarmiða Haralds.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.