Andvari - 01.01.2013, Qupperneq 102
100
PÉTUR PÉTURSSON
ANDVARI
heiftarleg deila sem fram fór í milli þeirra í einkabréfum og varð aldrei opin-
ber. Hún minnir um sumt á þekkta ritdeilu um sama efni milli Einars H.
Kvaran og Sigurðar Nordal tveimur áratugum síðar.60 Eiríkur lagði það á
sig að fara á miðilsfund í Cambridge til þess eins að afhjúpa miðlasvik og
sýna og sanna fyrir Haraldi. Hann skrifaði lærða bókmenntalega ritgerð fyrir
Harald einan sem gekk út á að afsanna þá kenningu spíritista að þeir látnu
menn sem ævintýrin voru eignuð gætu verið höfundar að ævintýrunum Ur
dularheimum.
í þessari deilu komu fram mörg áhugaverð atriði um túlkunarfræði, gildi
vísindalegra aðferða og skilgreiningar á trú og kraftaverkum. Eiríkur gaf
Haraldi lexíu í því hvað kraftaverk gangi út á og vandann sem fólginn er í
því að vega og meta staðreyndir í því sambandi. Hér er verið að fjalla í hnot-
skurn um ýmsar hliðar á hinum flóknu vandamálum sem koma til álita í
umræðunni um tengsl og mörk trúar og vísinda. Sem áður greinir Eiríkur á
milli persónulegrar trúar og ytri umgerðar hvort sem hún er klædd í orðræðu
helgitexta, ritúals eða raunvísinda. Haraldur hafði hælt sér fyrir að þora að
skoða miðlafyrirbærin með opnum hug af „hógværð hugarfarsins" án þess að
láta stjórnast af fordómum andstæðinga spíritista. En Eiríkur var ekki sann-
færður um það:
Það liggur nefnilega þannig í málinu, að þú tekur það gefinn hlut, að spiritualismus sé
sannleikr. Þú hefur svo mikla þrá og elsku til þessa sannleika að þú fæst til að hlusta
á og horfa á gjörning miðlanna. Mun sá maðr vera til sem sannleika trúir, er eigi fáist
til þess að hlusta á og horfa á hann sýndan? Eg veit ekki hvað „hógværð hugarfars"
hefur að gera við slíka áhlustun og slíkt áhorf, nema þá að meiningin sé, að þú sitjir í
sælli trúarnautn undir uppruna, eða og í hinu, að eigna þeim vissa þýðingu? Eg fæ ekki
betur séð enn að sá, sem hlustar á, horfir á, og í hógværð hugarfars síns trúir undrverki
(miraculos) hafi rétt til að gera sér hvaða hugmynd sem hann vill um uppruna þess
og þýðingu; en eg fæ ekki betur séð heldur en að sá, sem enga sönnun þykist hafa
fyrir upprunanum og þýðingunni sé engu fordæmingarverðari fyrir efa sinn, en hinn
sé trúverðugur fyrir trú sína. Miraculum er sýn, sem sjáandi undrar, en skilur ekkert
í. Ef að frömuður þess segir það frá Guði komið til þess að boða einhvern sannleika,
og honum er trúað, þá sér þó hver heilvita maður, að sá, eða þeir sem trúa honum,
hafa enga kröfu á hendur nokkrum efamanni, að sér sé trúað. Það er [handanveruleiki
kraftaverksins] sem alt stendur á.61
í hita leiksins vitnaði Haraldur til hinna löngu samræðna um trúmál sem
þeir áttu sex árum áður og sakaði Eirík um að vera únitara, þ.e. afneita guð-
dómi Jesú Krists. Eiríkur svaraði þessum ásökunum með því að fullyrða að
þyrftu menn vísindalegar sannanir fyrir trú sinni þá væri eitthvað að trúar-
lífinu sjálfu, að þeir treystu ekki Guði. Spíritisminn væri því ekkert annað en
trúarbragðalíki sem bæri vott um að menn treystu ekki opinberun Guðs og al-
mætti hans. Svo gefur hann vini sínum Haraldi, sem hann dáði og elskaði eins