Andvari - 01.01.2013, Page 115
andvari
HEIÐARLEIKI OG HRÆSNI
113
skjóls. Þar telur almannarómur guðsafneitun og guðníð sitja að völdum. Þar
inn af er Hamar, bær Þórarins. Heimilisbragur þar einkennist af víðsýnu ró-
lyndi, bóklestri, „nútíma“-menningu og fríhyggju, þó ekki guðníði. Loks er
Bakki fremstur þar býr Hjálmar, faðir Sigríðar, í háborg fornra dyggða og
feðraveldis. Fleiri bæir koma við sögu en gegna ekki táknrænu hlutverki.
Þessi athugun á frásagnarsniði sögunnar sýnir að höfundurinn leitast við að
byggja upp dramatíska spennu í raunsæislegri sveitalífssögu sinni. Þar gætir
tveggja póla, hræsni sem holdgerist í sr. Guðna og heiðarleika sem einkum
Sigríður en einnig Þórarinn eru persónugerfingar fyrir og mynda hvort um sig
mótpól við prestinn.52 Lesandanum er síðan ætlað að dæma um hvort hræsnin
eða heiðarleikinn fari með sigur af hólmi; hvort hræsnin sé þess verð að lifað
sé við hana og heiðarleikinn þess virði að deyja fyrir hann.
„Gamalt og nýtt“ - Hugmyndasnið
í upphafi var staðhæft að skoða beri sögurnar í Ofan úr sveitum sem boðun-
arbókmenntir. Það er enda svo að lesendur geta ekki aðeins greint ákveðin
viðhorf í frásagnarhættinum líkt og hér var gerð grein fyrir heldur koma þau
fram á yfirborði sögunnar ýmist í ytri eða innri orðræðu, samræðum sögu-
persónanna, hugrenningum þeirra eða eintali og jafnvel hugflæði.
Eftir uppgjörið verður Sigríði tíðhugsað til hjónabandsins sem stofnunar
og sýn hennar á það sem vígvöll sannleika og lygi, heiðarleika og hræsni,
skerpist:
Sambúð margra hjóna var þjóðlygi, og rétt til að drepa manndóm úr báðum. Og sú lygi
sem gekk af að hjónin elskuðust til dauðans alltaf jafnheitt og innilega, yfir dauðann,
inn í eilíft líf og þar byrjaði hjónabandið á ný. Hvað sýndu dæmin? Að ást margra
hjóna fölnar á skömmum tíma, hugsjónin hjaðnaði af því hún hafði verið „reykur, bóla,
vindaský".53
Hún tekur að þróa með sér nýjan hjónabandsskilning:
Var ekki hjónavígslan kirkjukredda og hjónabandið eins og það nú er mein á
mannfélaginu? Að maðurinn ætti konuna, rétt eins og kúna í fjósinu og konan manninn
eins og rokkinn sinn? Hjónabandið var band, fjötur, óeðlilegt frelsishaft, og orðið band
benti á bandingja, tjóðraða skepnu. Var ekki nær að gera hjónasamning fyrir svo og svo
langan tíma, 3-5 ár, vita hvernig það gæfist, alltaf mátti lengja samninginn ef vel gekk
og skilyrðin voru fyrir því, að væri báðum hugleikið að lengja sambúðina, færi hvorugt
með annað líkt og rokk eða kú.54
Hér er komið að hinu samfélagslega, vitsmunalega eða hugmyndafræðilega
átakasviði sögunnar og þeirri samfélagsumræðu sem Þorgils gjallandi vildi