Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2013, Page 116

Andvari - 01.01.2013, Page 116
114 HJALTI HUGASON ANDVARI hleypa af stað. Hér ræðst hann til atlögu við samfélagslega venju, almenn- ingsálit og hina fornhelgu stofnun hjónabandið sem bæði kirkja og samfélag stóðu vörð um. Steinar á Brú stendur fyrir enn róttækari afstöðu til hjónabandsins og helst hún í hendur við mannskilning hans og afstöðu til kirkju og trúarbragða.55 Lesendur fá líka einna gleggsta innsýn í sjónarmið hans af öllum sögupersón- unum þegar hann opnar huga sinn fyrir Sigríði: Já. - Dýrið í manninum er sterkt, menn hafa aldrei fundið lagið á að temja það — En ósjálfrátt hafa menn frá ómunatíð fundið að það var til, og að fjöturinn þyrfti sterkur á það, það braust út þó það væri bundið, og þá loksins fengu menn guðlega tygilinn mjúkan og mjóan og teyggóðan eins og silkiræmu, þessi Gleipnir átti nú að halda vonargandi hvers manns bundnum - Það er nú dagsatt að þanþolið er fjarska mikið í fjötrinum; dýrið hefur ekki legið aðgerðarlaust eða í dái síðan; í rökkrinu og myrkrinu hefur það gengið og fengið sér bráð, svona teyggott er nú guðlega bandið... - En nú þola sumir menn engin bönd sem aðrir leggja á þá, það er sama hvort þeir halda, að Guð eða menn geri það - Þeir reynast býsna margir svo - Þeir brjótast um í fjötrunum, slíta kröftunum, tygillinn gengur inn að beini, blóðið streymir; mörgum hefur auk heldur blætt út af sárum þeim er Gleipnir skar, aðrir hafa borið sár og örkuml til dauðans. Menn hefðu nú reyndar aldrei getað komið tyglinum á dýrið, ef ekki hefði verið hægt að nota sér mannlega tilfinning - viðkomuafl mannkynsins, þetta öfluga, eilífa frjómagn; til að koma Gleipni á, eiginlega mennina sjálfa; þar skaust nú á skjal fyrir spekingunum -. það [svoj er annar galli á gjöf Njarðar og hann ekki mjög lítill, fjöturinn sleppir öllum sem nokkurt vit og lag hafa á að brjótast úr honum, og ekki eru alveg duglausir; en kyrkir alla lítilmagna. - Eitt er nú eftir enn; dýrið í manninum sem upphaflega var fjörmikið og kraftasælt, sem tók með hervaldi það sem það rændi, hitt var mest sem gekk viljugt á vald þess - dýrið hefur ekki verið ljótt né viðbjóðslegt þá - það hefur bara verið of kátt og brútalt. En í fjötrinum er það orðið lymskt og íjúgandi, stelandi, síhungraður blóðdrekkur, sem ævinlega er á ferð í myrkrinu. Það er hálfu verra í fjötrinum en áður og tíu sinnum ljótara og viðbjóðslegra.56 Steinar telur að í manninum búi villt dýr sem í upphafi hafi verið „fjörmikið og kraftasælt“ en „of kátt og brútalt“ fyrir þá sem tryggja vildu festu í samfé- laginu. Þeir fundu því upp bönd, t.d. hjónabandið, sem gefið var guðleg helgi. Þegar þau voru lögð á manndýrið varð það lúmskt, lygið, þjófskt, síhungrað í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.