Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 126
124
HJALTI HUGASON
ANDVARI
eftir norsku skáldkonuna Amalie Skram (1846-1905). (Þórður Helgason 1972: 37) Þá líkist
dauði Sigríðar dauða frú Kallen í Á guðs vegum eftir Björnstjerne Björnson (1832-1910).
Stefán Einarsson 1936: 6.
19 Stefán Einarsson 1936: 5. Þórður Helgason 1972: 30, 38-39. Sjá og Matthías Viðar
Sæmundsson 1986: 134.
20 Þórður Helgason 1972: 26.
21 Þorgils gjallandi 1983: 11.
22 Þorgils gjallandi 1983: 11-13.
23 Þórður Helgason 1972: 36, 39. Steinar á Brú er umdeildasta persóna sögunnar. Hannes
Þorsteinsson taldi Steinar heilsteyptustu persónu sögunnar, nema af vera skyldi sr. Guðna,
og eftirmynd höf. sem kalla mætti Steinar gjallanda. (Bókmenntir/Ofan úr sveitum 1892c:
173, 174) Stefán Einarsson (1936: 10) benti á að margir teldu Steinar „allnákominn föður
sínum, höfundinum". Þess má geta að hann kemur einnig fyrir í „Ósjálfræði“, einni af
smásögunum í Ofan úr sveitum. Þórður Helgason (1972: 39) taldi hann „hressilegustu"
persónuna. Einar H. Kvaran taldi Steinar eina af „uppáhaldspersónum" höf. en „með leiðin-
legri náungum“ sem hann sjálfur hefði komist í kast við. Dómur Einars um sr. Guðna var
mjög harður og virðist hann ekki telja persónuna búa yfir neinni dýpt. Hann taldi Þórarin
best gerðan af hendi höfundarins. (Ofan úr sveitum 1892: 2) Jón Þorkelsson taldi persónu
Þórarins hins vegar ótrúverðuga þar sem hann hafi ekki staðið opinberlega með Sigríði
þegar á reyndi. (Bókmenntir/Ofan úr sveitum 1892d: 28.) Vilhjálmur Jónsson (1870-1902)
taldi „einstaka óþörf“ atriði lýta „Gamalt og nýtt“ og tengdust þau víða Steinari. Ný hreyf-
ing (Niðurl.) 1893: 17. Sjá Þórður Helgason 1982: 75.
24 Þorgils gjallandi 1984: 22
25 Þorgils gjallandi 1983: 18.
26 Sjá Ný hreyfing III 1893: 13.
27 Þorgils gjallandi 1984: 11-15. í þessu atriði kemur fram jákvæð afstaða Þorgils gjallanda
til konunnar og frelsis hennar til hugsana, orðs og athafnar. Greinir hann sig þar frá Aug.
Strindberg (1849-1912) sem þó kann að hafa mótað viðhorf hans til ástarinnar en er í sam-
hljómi við ýmsa norska samtímahöfunda sína. (Stefán Einarsson 1936: 10) Sérstaklega
hefur verið bent á Alexander Kjelland (1849-1906) í því sambandi. (Ný hreyfing (Niðurl.)
1893: 17) Má í því sambandi og nefna Heddu Gabler eftir H. Ibsen (1828-1906).
28 Matthías Viðar Sæmundsson 1986: 132-133
29 Ekki er mikill merkingarmunur á demónísku og infernalísku ástandi. Hér er hið síðar-
nefnda þó talið ná betur yfir sálarástand sem skapast m.a. af ytri aðstæðum. Með því heiti
er og vísað til frægrar sögu Strindbergs með sama titli (1897). (Strindberg 2007. Cullberg
2010: 224-239.) Vegna þess hve fyrirferðarmikið sálarstríð Sigríðar er í sögunni og þess
mikla vægis sem það fær í þessari túlkun hennar skal á það bent að mat samtímamanna
á því var mjög misjafnt en vissulega skiptir máli hvernig samtíminn mat trúverðugleika
sögunnar. Matthías Jochumsson (1892: 46) taldi Sigríði „standa fremur í þoku“ sem
persóna miðað við prestana tvo „en sálarlíf hennar [sé] náttúrlegt, eins og þeirra allra“. Jón
Þorkelsson leit einnig á lýsingarnar á tilfinningalífi Sigríðar sem trúverðugar. (Bókmenntir/
Ofan úr sveitum 1892d, 28) Hannes Þorsteinsson taldi Sigríði ótrúverðuga persónu sem
orðið hafi ginningarfífl Steinars og Þórarins og áleit lýsinguna á uppvöknun hennar yfir-
borðslega. (Bókmenntir/Ofan úr sveitum 1892c: 173-174) Einar H. Kvaran benti á að sagan
snérist einvörðungu um innra líf sögupersónanna. Því væri það veikleiki að hún lýsi ekki
„djúpri sálfræðilegri eptirgrennslan“ og að hugrenningar Sigríðar næðu ekki „þeirri til-
finningalegu dýpt og dramatísku spennu" sem búast mætti við. Þarna talar þó sá íslenski
samtímahöfundur sem lengst hafði náð í þessu efni. Hann taldi líka þá fléttu sögunnar að
láta Sigríði falla frá „barnatrúnni" vegna stöðugs bóklestrar og hljóta útskúfun fyrir að