Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2013, Page 132

Andvari - 01.01.2013, Page 132
130 SVEINN YNGVI EGILSSON ANDVARI skálda í þjóðarvitundinni og þær geta orðið að hálfgerðri helgisögn. í Vísi er dregin upp falleg hversdagsmynd af miklum náttúruunnanda og ástsælu skáldi. Frásögnin hefst við Austurvöll þar sem Steingrímur bjó við Thor- valdsensstræti 4 ásamt síðari konu sinni, Birgittu Guðríði Eiríksdóttur (f. 1855) og börnum þeirra, sem voru öll að heiman þennan dag: Daginn sem hann andaðist, var hann um tíma á alþingi að hlusta á umræður um stjórnarskrármálið og virtist fylgjast allvel með í því máli. Þingfundi var slitið kl. 3 og fór hann þá heim til sín að borða miðdegisverð. Eftir mat sat hann klukkutíma við lestur, en kl. 5 fór hann að heiman til skemtigöngu upp úr bænum. Vanastur var hann að fara upp í Öskjuhlíð, og átti hann sjer þar blett, sem honum var mjög hjartfólginn, og segja kunnugir að þar hafi hann ort mörg af sínum fegurstu kvæðum. En nú stefndi skáldið inn Laugaveg. Kona, sem leit hann þar út um glugga, hafði orð á því hve hann væri fjörlegur á fæti, „blessað skáldið". Víst var líka, að þá kendi hann sjer ekki nokkurs meins, því hann hafði einmitt stungið upp á því við konu sína, áður hann fór út, að hún gengi með sjer upp að Árbæ í þessu góða veðri, en hún gat ekki orðið við því sökum heimilisstarfa. En svona langt hafði öldungurinn hugsað til að ganga. Skamt fyrir innan Rauðará varð honum snögglega ílt, gekk hann þá út af veginum og lagðist á jörðina skamt frá og beið þess að það liði frá. Þangað kom til hans unglingur, sem bauð honum aðstoð sína, en rjett í því ók Chr. Zimsen ræðismaður þar framhjá og var á leið niður í bæinn. Hann sá að skáldið var veikur og bauð honum að sitja í vagninum hjá sjer heim. Þáði hann það og studdi unglingspilturinn hann upp í vagninn. Á heimleiðinni ræddi hann lítið. Talaði þó um að nú væri norðanrosinn kominn og þurkurinn. Þá er því lýst þegar Steingrími er ekið heim að húsi sínu við Austurvöll og studdur inn, þar sem hann leggst fyrir og fer sífellt hrakandi, uns hann fær krampateygjur og er svo allur. „Er dauðameinið talið heilablóðfall."1 Frásögn Vísis sýnir ýmsa drætti í þeirri mynd sem samtímamenn höfðu af Steingrími. Hann er sístarfandi og síungur þótt aldraður sé. Hann er virt- ur og dáður af háum sem lágum, allt frá konunni, sem horfir áhugasöm á „blessað skáldið“ út um glugga við Laugaveginn, til unglingsins og ræðis- mannsins sem koma honum til hjálpar við Rauðará. Hann gengur daglega út fyrir bæinn og helst upp í Öskjuhlíð þar sem hann á sér sælureit og fær innblástur úti í náttúrunni. En jafnvel á góðviðrisdegi getur dauðinn haldið innreið sína, því einnig hann býr í sveitasælunni. Þannig semur lýsingin sig að alþekktu minni í bókmenntum og listum sem orðað er á latínu sem Et in Arcadia ego („Einnig í Arkadíu ég“). í ævisögu Steingríms vitnar Hannes Pétursson í lýsingu Vísis og umorðar hana að hluta á þennan hátt: „Skammt fyrir innan Rauðará fór skáldið að tína sér blóðberg í ágústblíðunni. En skyndilega varð honum ómótt, og lagðist hann þá niður rétt við veginn “: Ekki veit ég á hverju það er byggt að Steingrímur hafi verið að tína sér blóð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.