Andvari - 01.01.2013, Page 140
138
SVEINN YNGVI EGILSSON
ANDVARI
við kotbæinn græna" (163) sem bindur honum blómafléttur og er við það að
fara að kyssa hann, þegar hann vaknar: „Þá flaug hjá mér þröstur, svo þaut
við í runn, / Og þar með var draumurinn búinn.“ (164) I hjarðljóðum er stutt
í það viðhorf að smalar séu einfaldir og raunar er það talið þeim til tekna
þegar þeir eru gerðir að fulltrúum fagurs og frumstæðs lífs í skauti nátt-
úrunnar, sem teflt er fram gegn ónáttúrulegu og spilltu líferni sem þrífst í
borgarmenningu samtímans. Auk þess einkennast hjarðljóð oft af ákveðinni
léttúð eins og sjá má á Draumi hjarðsveinsins.
Þau ljóð Steingríms sem hér voru talin eru sprottin af veru hans í Dan-
mörku og lýsa öllu heldur danskri náttúru en íslenskri. Jafnvel má segja að
þau lýsi ímynduðu landslagi sem ættað er sunnan úr löndum þar sem hjarð-
ljóðahefðin á uppruna sinn. En þá liggur beint við að spyrja hvort hjarðljóða-
strengurinn hljómi jafn hátt í þeim ljóðum hans sem lýsa íslandi og náttúru
þess og hvort þar megi einnig greina hina borgaralegu sýn sem einkennir
ofangreind ljóð. Fylgir sveitasælan honum heim til íslands?
Sveitasœlan í norðri
Á Danmerkurárunum yrkir Steingrímur ljóð sem lýsa íslandi, enda var hann
oft með hugann við heimalandið. Eitt þeirra heitir Sveitasæla og þar í er þetta
erindi:
Léttfætt lömbin þekku
Leika mæðrum hjá,
Sæll úr sólskins brekku
Smalinn horfir á.
Kveður lóu kliður,
Kyrlát unir hjörð;
Inndæll er þinn friður,
Ó, mín fósturjörð! (82)
Hér birtist íslensk náttúra að hætti hjarðljóða og borgaralegrar náttúrusýn-
ar og svo er um fleiri ljóð Steingríms sem lýsa heimalandinu. Allt er kyrrt,
harmonískt, einfalt; þarna er smali og hjörð og undir niðri hljómar hinn
„ídyllski strengur“.21
Steingrímur yrkir oft þannig um íslenska náttúru að engu er líkara en að hér
sé eilíf sveitasæla með sumarhita og áhyggjuleysi. Smalarnir sem hann yrkir
um gætu eins verið að gæta hjarða sinna suður í löndum. Smaladrengurinn
er eitt þekktasta ljóð hans af þessu tagi: