Andvari - 01.01.2013, Page 144
142
SVEINN YNGVI EGILSSON
ANDVARI
Þú, bláfjalla geimur! með heiðjökla hring,
Um hásumar flý eg þér að hjarta,
Ó, tak mig í faðm, minn söknuð burt eg syng
Um sumarkvöld við álftavatnið bjarta.
Þín ásjóna, móðir! hér yfir mér skín
Með alskærum tárum kristals dagga;
Und miðsumars himni sé hvílan mín,
Hér skaltu, ísland! barni þínu vagga. (139-140)
Annað dæmi um þetta eru Vorvísur þar sem ljóðmælandinn er aftur í hlut-
verki barns gagnvart móður náttúru:
Náttúran fögur, eilíf, ung.
Ég elska þig,
Hvort lífs míns kjör eru létt eða þung,
Þú lífgar mig,
Ef sjúkt er hold og sál mín hrygg
Þú svölun lér,
Sem barn við móður brjóst eg ligg
Á brjóstum þér. (110)
Sambandið við náttúruna í ljóðum Steingríms getur því verið mjög líkam-
legt. Hér er það samlífi móður og barns og nánara getur sambandið ekki
orðið. Samsemdin er algjör og maður og náttúra nánast orðin eitt.
En þegar Steingrímur lýsir slóðunum sem fóstruðu hann á Snæfellsnesi er
ekki sama upphafning á ferðinni og þar er ekki aðeins slegið á hjarðljóða-
strengi. 1 ljóðinu Snæfellsjökull er náttúrunni öðrum þræði lýst sem hrika-
legri og háleitri, en grænni og vistlegri myndir er þar einnig að finna, eins
og í þessu erindi:
Ei þar sungu svanir,
En sjófugl bjargs í tó,
Og hrafnar hrævum vanir,
í holti refur gó;
Sætt á kvöldum sumars þó
Lét í eyrum lóukvak
í lyngi vöxnum mó. (84)
Hér vegur hið háleita og hjarðljóðalega salt; náttúran er í senn ískyggileg og
fögur. A það við um fleiri kvæði Steingríms, enda birtast hjarðljóð sjaldnast
í sinni hreinustu mynd svona norðarlega á hnettinum.