Andvari - 01.01.2013, Page 145
ANDVARI
ER HÆGT AÐ YRKJA HJARÐUÓÐ SVONA NÆRRI NORÐURPÓLNUM?
143
Lokaorð
Kannski má segja að helsta skuggahlið sveitasælunnar hjá Steingrími sé hve
stundleg hún er á norðurslóð og hættan er því sú að lesandinn taki hana ekki
gilda sem trúverðuga lýsingu á norrænni náttúru. En sú tignun sem henni
fylgir í ljóðum hans á þó erindi við nútímann, enda má margt af Steingrími
læra um virðingu fyrir náttúrunni og gætilega umgegni um hana. Sú fagra
og kyrra samhljómsmynd sem hann dregur gjarnan upp af náttúrunni er í
senn upphafin og sögulega skilyrt, en hún vísar þó út fyrir sig og hefur gildi
fyrir þessa og komandi tíma.
Náttúran er Steingrími bæði hugsjón og veruleiki. I henni skynjar hann
fegurð sem er varla af þessum heimi en þó sýnir hann náttúruna í öllum
sínum fjölbreytileika. Dýrin stór og smá og jurtir ýmiss konar fá inni í Ijóð-
um Steingríms og hann nýtur návistar við þau. Hann yrkir um fossa, lóur,
bjarkir, læki, fjólur, fiðrildi, tófur, erni, fjöll, um sumarheiðríkju, haflogn,
um himin og jörð. En náttúran er honum líka eins og kraftbirting einskærr-
ar fegurðar og nánast guðdómleg í tign sinni og lýsandi ljóma. Samband
manns og náttúru í ljóðum Steingríms er því ekki hversdagslegt heldur
innilegt og afhjúpandi. Hann á það sameiginlegt með skáldum sem kennd
eru við Biedermeier að hann upphefur náttúruna og leggur áherslu á sælu
hennar, kyrrð og samhljóm. Hjarðljóðahefðin setur sterkan svip á ljóð hans
og þar má greina það grunnferli þeirra að maðurinn finnur tímabundið at-
hvarf í náttúrunni og hverfur svo aftur til samfélagsins nýr og betri maður.
Þannig er í dýrkun náttúrunnar fólgin ákveðin gagnrýni á samfélagið og
stöðu menningarinnar. Lokaorðin á Steingrímur sjálfur, en hann segir í bréfi
frá 1883: „Margt á vorum tímum vekur mér óhug, sér í lagi hinn almenni
og huggunarsnauði skilningur á hlutskipti mannsins. En þótt svo bölsýni
nútímans hefði margfaldlega rétt fyrir sér, vildi ég heldur lifa fyrir háleita
blekkingu en óverðugan sannleik."25
TILVÍSANIR
1 „Steingrímur Thorsteinsson skáld.“ Vísir, laugard. 23. ágúst 1913, bls. 25-26.
2 Hannes Pétursson: Steingrímur Thorsteinsson - lífhans oglist. Reykjavík 1964, bls. 278-279.
3 Steingrímur Thorsteinsson: Ljóðaþýðingar I. Reykjavík 1924, bls. 153-154.
4 Terry Gifford: Pastoral. The New Critical Idiom. Lundúnum 1999, bls. 1-2.
5 Sama rit, bls. 45-115 (3. og 4. kafli).