Andvari - 01.01.2013, Page 153
ANDVARI
IBSEN YNGRI
151
Ibsen yngri snýr reyndar upp á svipaða hugsun. Hann segir í ljóðabókinni
Vort skarða líf (1990):
Ég man hatt
og frakka
í þessu fordyri.
Núna er hér ekkert
utan tunglið
sem þröngvar sér
inn um rétthyrnda útidyragluggann,
þrykkir sér á gólfið
Rétt eins og bréf hafi borist....
{Fornar slóöir)
En það er til marks um víðfeðmi skáldsins og fjölhæfni, að næsta leikrit hans
var eins ólíkt Elínu Helenu og hugsast getur. Enn kom Arni á óvart. Arni var
Hafnfirðingur og nú höfðu nokkrir ungir leikhúsmenn tekið sig saman og
stofnað Hafnarfjarðarleikhúsið Hermundur og Háðvör, sem á næstu árum
átti eftir að skipta íslenska leiklist miklu máli sem gróðrarstía nýrrar leikrit-
unar. Þetta verk Arna nefndist Himnaríki - geðklofinn gamanleikur og hið
hnyttilega heiti lýsir einnig nokkuð verkinu sjálfu, þegar menn kynnast því
betur. En það gerðu menn í tvígang, ef svo má að orði komast, og skal það
nú skýrt nokkru nánar. Sannleikurinn er sá að aðferð skáldsins er svo ný-
stárleg að leikurinn verður að kallast sá frumlegasti í leikritun okkar hvað
form snertir. Hvort Arni hefur þekkt einhverjar fyrirmyndir í útlöndum skal
ósagt látið, en víst er að minnsta kosti, að leikurinn hefur verið sýndur víða
erlendis meðal annars vegna þessarar sérstöðu sinnar. Verk Arna hafa enda
verið þýdd á fimmtán tungumál. En skáldið lýsir sjálft best aðferð sinni í „at-
hugasemdum“ við leikinn:
Titill leikritsins er „Himnaríki - geðklofinn gamanleikur". Lýsingarorðið vísar í senn
til forms og efnis. „Klofningurinn gengur í gegnum leikritið, leiksviðið og persónurnar,
hann aðskilur jafnframt kynin. Og hann aðskilur sýnd og reynd. Þ.e.a.s. reyna ákaft, en
þó með misjöfnum árangri að sýnast aðrar en þær eru.
Leikurinn er tveir þættir og er hvor um sig leikinn í sínu leikrými. Annarþátturinn
fer fram á sólpallinum fyrir utan sumarbústaðinn. Hann heitir einfaldlega „Uti“. Hinn
þátturinn fer fram inni í bústaðnum og heitir einfaldlega „Inni“.
Leiksviðið er í raun tvö aðskilin leiksvið. Það er tvískipt og staðsett á miðju gólfi
sýningarsalarins, en áhorfendasvæði eru tvö, hvort til sinnar handar við það. Leiksviðinu
er skipt með vegg sem gengur þvert yfir það og aðskilur hann þætti leikritsins, þ.e. „Úti“
og „Inni“, og er vitaskuld bakveggur leiksviðsins báðum megin. Tvennar dyr á veggnum
og er gengt um þær á milli leiksviðanna.
Atburðarás þáttanna fer fram samtímis og eru þeir því jafnframt leiknir samtímis. Af
þeim sökum er einnig nauðsynlegt að leika þættina tvisvar, þ.e. einu sinni fyrir hlé og