Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2013, Side 154

Andvari - 01.01.2013, Side 154
152 SVEINN EINARSSON ANDVARI einu sinni eftir hlé, en í hléi skipta áhorfendur um sæti, þannig að þeir sem fylgdust með atburðarásinni „úti“ fyrir hlé, fylgjast með því sem gerist „inni“ eftir hlé - og öfugt. Það skiptir ekki máli hvorn þáttinn áhorfendur sjá á undan... Hvor þáttur um sig inniheldur 7 númeruð atriði og eiga númerin að standast algerlega á að því er varðar tímasetningu (tæmingu) í leik. Það gildir um öll atriðin, einnig einræðurnar. Þannig er til dæmis atriði númer 5 úti leikið á sama tíma og atriði númer 5 inni.... Þetta fyrirkomulag gerir óvenjulegar kröfur til leikstjóra og leikenda. Persónur leiksins eru aðeins sex, þrjár af hvoru kyni og koma saman í umræddum sumarbústað til að „skemmta sér“, sletta úr klaufunum. Þó að eilítið örli á einstaklingseinkennum, eru þau þó öll fangar lífsmynsturs sem þau temja sér til að skapa sér sess í hópnum. Steinunn, ein sögupersónan, er reyndar stjórnsöm, var í fótbolta, en hætti þegar hún komst ekki landsliðið og sér sárlega eftir Gauja; þau höfðu verið saman áður og það skapar ákveðna spennu í þessari sumarbústaðar-hvíldardvöl. Unnur er dekurrófa, sem líkar best að láta aðra stjana við sig, meðan hún les tísku- eða slúðurtímaritin sín. Anita er hins vegar ný í hópnum, óörugg um að verða tekin gild, en svarar þó rösklega fyrir sig, þegar henni finnst á sig hallað og reynist svosem sami plebbinn þegar á hólminn er komið. Þó tilbúin að taka til eftir hina. Gaui er orkumikill og fær útrás t.d. í því að grilla, enda er það kúl samkvæmt mynstrinu. Beggi er hinn eilífi kvennabósi sem hefur fá önnur áhugamál en að komast yfir nýja og nýja bráð. Tryggvi er svo „góði strákurinn“, kóarinn, stuðpúðinn, dæmdur til að verða hinn eilífi kokkáll. „Númer tvö“, eins og Steinunn orðar það. Satt að segja eru þau öll á eins konar stöðnuðu táningastigi, ófær um að hugsa sjálfstæða hugsun, hvað þá koma orðum að henni; úrræðið í fátækt orðaforðans er að sletta enskum frösum í tíma og ótíma og fylgja þeim eftir með kvikmyndalegum stælum; stöðugt að sýna að þau séu með í svinginu, ekki lúserar sem er afar óeftirsóknanlegt, annað en þau í rauninni eru, eða finnst þau vera. Öll eiga þau eintöl við áhorfendur og Gaui orðar þetta einmitt svo í sínu eintali: „Æ, ég veit það ekki, maður, ég meina, mér finnst ég alltaf þurfa að vera að tala, og bara sko, ef ég geri það ekki, þá bara finnst mér eins og hérna... enginn fatti neitt... ever... Sko, stundum er ég að tala um eitthvað, eða eitthvað, eins og ég til dæmis ef ég vil að eitthvað verði eins og ég vil hafa það, þá bara, samt, gerist eitthvað allt annað, ég meina, til hvers var ég þá að tala, ha? Nei, ég hérna, maður getur kjaftað sig brjálaðan, maður, bara kjaftað sig uppum alla veggi og allt, en hérna samt, sko, samt, hérna, er maður ekki að gera neitt nema tala, maður.. .Okei, okei sko... Ég get orðið alveg svakalega frústreraður, þegar, sko, hérna.. .heimurinn eða votever... er ekki kominn jafn langt og ég....“ Heimurinn er auðvitað sá mikrokosmos sem birtist í þessari sumarbústaða- dvöl sem er flótti, í rauninni frá sjálfum sér og samfélaginu, líkt og hjá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.