Andvari - 01.01.2013, Page 155
ANDVARI
IBSEN YNGRI
153
Guðmundi Steinssyni í Sólarferð, flótti sem auðvitað býður upp á fyllerí og
hjásofelsi, sem virðast einu áhugamálin, þó að gróðursetning einnar aspar geri
svolítið strik í reikninginn og raski aðeins rónni. Þessi ungmenni eru ekkert
heimskari en gengur og gerist, en hafi þau verið náttúrugreind að upplagi hafa
þau ekki lagt mikla rækt við að þroska hjá sér nein sérlega háleit áhugamál.
Lífsmynstrið eins og það birtist í leiknum er ákaflega lágrisa, og þó eru allir
að reyna að í senn falla inn í hópinn og hefja sig upp úr honum.
í rauninni gerist því ekki neitt. Og þó. Þó að heilabrot séu ekki í öndvegi,
leysir áfengið þó úr viðjum margs kyns sveiflukenndar tilfinningar og innan
hópsins kemur fram andúð og samúð, sjálfsánægja og minnimáttarkennd, hroki
og undirlægjuháttur, sjálfsblekking og ákveðin innsýn í innihaldsleysið, flækjur
ástarlífsins spila þar inn í framvinduna. Gaui og Steinunn ná saman aftur.
Og svo má ekki gleyma skopskyni höfundar. Þrátt fyrir innihaldsleysið, eða
einmitt í krafti þess, verður þessi nöturlega mynd af æsku landsins skemmti-
leg. Eða, hérna... sko þannig. Djöss...
En þessi umrædda ösp er til vandræða. Einhvers konar ættartré, sem faðir
Tryggva fól honum að gróðursetja í leiðinni. Þrátt fyrir skemmtilegheitin er
ekki laust við að áhorfandinn fái óbragð í munninn í lokin. Skáldið er ekki
bjartsýnt, nema æska landsins standist prófið.
Nú var orðið skammt stórra höggva á milli í leikskáldskap Árna og árið 1996
kom skopleikurinn Ef ég vceri gullfiskur upp á stóra sviði Borgarleikhússins.
Árni vílar ekki fyrir sér að setja á leikinn merkimiðann „farsi“, en leikrit af
þeim toga hafa löngum verið sett í skammakrókinn af bókmenntapáfum, þó
að leikhúsmenn hafi þau iðulega í hávegum. Þeir síðarnefndu hafa sumsé gert
sér grein fyrir því, að þar er á ferðinni ein erfiðasta og vandasamasta teg-
und leikrita sem getur hvað sviðsetningu og leikhraða og „tæmingu“ snertir.
Auðvitað eru til vel samdir farsar og illa samdir, líkt og vel samdir harmleikir
og illa samdir, og ef það er hinn svokallaði bókmenntalegi skáldskapur sem
gefur harmleiknum vængi þá er það aftur á móti skáldskapur sviðsins sjálfs,
hið leikræna, sem lyftir farsanum í hæðir. Gamanleikurinn er þarna mitt á
milli; þar skipta tilsvörin gjarna meiru en athöfnin aftur í farsanum. Reyndar
er talsverður munur á skopleikjahefð í til dæmis Frakklandi og Bretlandi; í
fyrra dæminu er það fléttan sem sker úr um ágæti verksins; Bretar reiða sig
meira á fyndin tilsvör, líkt og í gamanleiknum.
Islendingar hafa ekki ekki átt marga hæfa skopleikjahöfunda; til dæmis
myndu verk Sigurðar Péturssonar, föður leikskáldskaparins hér, flokkast undir
gamanleiki með ádeilu. Farsar hafa þó verið samdir hér alla tuttugustu öld-
ina og sumir verið skondnir, eins og verk Lofts Guðmundssonar, Haralds Á.
Sigurðssonar og t.d. Dóri Tómasar Hallgrímssonar sem Þjóðleikhúsið sýndi í
árdaga sína og sýndist sitt hverjum. Iðulega gripu leikhúsmenn þeirra ára til
erlendra farsa, oftast engilsaxneskra, þegar þeir ímynduðu sér að slíkt væri