Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2013, Page 159

Andvari - 01.01.2013, Page 159
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR Utan og innan garðs Um ritverk Bjarna Bjarnasonar í mjög athyglisverðri úttekt sem dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson guðfræðing- ur gerði á bókum Bjarna Bjarnasonar árið 2009 segir hann, um skáldsagna- tvennuna Borgin á bak við orðin (1998) og Næturvörð kyrrðarinnar (1999), að það sé „erfitt að átta sig á hvort staðsetja eigi frásögnina í veruleikanum eða hvort þetta sé lýsing á flöktandi sjálfsmynd sem hrekst á milli veruleika svefns og vöku".1 Þótt Sigurjón Árni hafi hér aðeins verið að vísa til tveggja skáldsagna Bjarna má halda því fram að þessi vandi blasi við í flestum bókum þessa höfundar. Mörk draums og veruleika eru gjarnan óljós í bókum Bjarna enda hefur hann sagt frá því að hann noti drauma sem efnivið í skáldskapinn og hefur hann skráð niður drauma sína um langt árabil. Bjarni hefur reyndar einnig birt úrval þeirra í draumabókinni Nakti vonbiðillinn (2012). Áhugavert væri að skoða draumafrásagnirnar sem þar birtast og bera saman við skáld- lega úrvinnslu höfundar á þeim í bókum sínum. Það verður þó ekki gert hér heldur er ætlunin að gefa stutt yfirlit yfir verk Bjarna og benda á helstu stef sem í þeim hljóma.2 En áreiðanlega má rekja hinn draumkennda og ljóðræna stíl sem Bjarni er þekktur fyrir - og hann hefur einstaklega gott vald á - til vinnu hans með draumaefniviðinn. Þessi stíll markar Bjarna nokkra sérstöðu í íslenskum samtímabókmenntum. Bjarni Bjarnason er fæddur í Reykjavík í nóvember 1965. Hann hefur sent frá sér hátt á annan tug bóka og innan höfundarverksins leynast ljóðabækur, smásögur, leikþættir, skáldsögur og ritgerðir. Að auki hefur Bjarni sent frá sér barnabókina Draugahöndina (2008), með skemmtilegum myndskreytingum Kjartans Halls Grétarssonar, sem og skáldævisögurnar Andlit (2003) og Leitin að Audrey Hepburn (2009). Sú fyrrnefnda segir frá uppvaxtarárum Bjarna í Reykjavík, Færeyjum og Svíþjóð og lýkur um það leyti sem hann er að hasla sér völl sem rithöfundur. Sú síðarnefnda, sem er í dagbókarformi, tekur upp þráðinn þar sem hin endar en segir aðallega frá samskiptum höfundar við konur. Þá fjallar einn hluti verksins um samband hans við son sinn og reynist það innhaldsríkasta til- finningasambandið sem verkið hefur að geyma. Frásögn Leitarinnar að Audrey Hepburn spannar tæplega tvo áratugi eða allt fram að útgáfuári bókarinnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.