Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2013, Page 162

Andvari - 01.01.2013, Page 162
160 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR ANDVARI Næsta bók sem Bjarni sendi frá sér var Andlit sem, eins og áður segir, er uppvaxtar- og þroskasaga höfundar. Kannski má segja að með þeirri bók hafi Bjarni byrjað að nálgast þríeiningarregluna - „land, þjóð og tunga“ - því þar er sögusviðið eðli málsins samkvæmt að mestu leyti Island, þótt leikar ber- ist einnig til Færeyja og Svíþjóðar. Andlit hefur undirtitilinn skáldœvisaga. Þetta heiti, sem Guðbergur Bergsson notaði yfir bækurnar tvær sem fjalla um bernsku hans og uppvöxt í Grindavík, hafa margir gripið á lofti enda hitti það í mark sem skilgreining á ákveðinni tegund sjálfsæviskrifa. Ef spurt er hvernig skáldævisagan greini sig frá hinni hefðbundnu sjálfsævisögu er svarið að finna í afstöðu höfundarins til verksins', afstöðu þess sem skrifar til þess hvernig viðkomandi skrifar um ævi sína. Hér er um að ræða texta sem er skrifaður á forsendum skáldskaparins þótt unnið sé með efnivið sem á sér stoð í „raunverulegum" atvikum og staðreyndum úr lífi höfundar. Eitt af því sem einkennir slík sjálfsæviskrif - og skilur þau gjarnan frá hefðbundnari að- ferðum - er að sannleikshugtakið er dregið í efa og brigðulleiki minnisins er gjarnan beinlínis til umræðu. Þá eru hugmyndir um að hægt sé að draga upp mynd af heildstæðu sjálfi í línulegri, raunsærri frásögn yfirleitt gefnar upp á bátinn; textinn gjarnan brotakenndur líkt og þær sjálfsmyndir sem upp teikn- ast í frásögninni. Þá er oft um að ræða texta sem einkennist af margræðari og myndrænni framsetningu en tíðkast í hefðbundnari sjálfsævisögum.9 Strax í titli bókarinnar kemur fram tvíræðni því eintölu- og fleirtölumynd orðsins Andlit er sú sama. Þegar við bætist að myndin framan á bókarkápunni er af grímu eða dulargervi er ekki laust við að lesandi fyllist grunsemdum um að hér sé ekki allt sem sýnist, sem staðfest er með undirtitlinum skáldœvisaga. Hér er sem sagt um að ræða skáldverk sem byggist á ævi höfundar sem reynist hafa frá ýmsu áhugaverðu að segja. Andlit Bjarna Bjarnasonar samanstendur af mörgum mislöngum frásögnum þar sem sögumaður bregður upp atvikum frá því hann er sjö ára gamall og þar til hann stendur á þrítugu. Þótt hann sé sjálfur ætíð miðja frásagnarinnar fjalla þær margar hverjar ekki síður um annað fólk; ættingja, kunningja og ýmsa aðra sem hann kemst í kynni við. Það má því segja að hér sé brugðið upp svip- myndum eða skyndimyndum af fólki sem margt hvert verður afar eftirminni- legt í meitlaðri frásögn Bjarna sem tekst að gæða sumar persónulýsingarnar allt að því goðsagnakenndum víddum, þegar honum tekst best upp. Hér má nefna mynd hans af öldruðum bræðrum á Eyrarbakka, og myndir hans af föð- urafa og móðurömmu, svo dæmi séu tekin. En í gegnum allar skyndimynd- irnar af öðru fólki og samskiptum sögumanns við það framkallast smám saman einnig sú mynd af honum sjálfum sem er kannski grundvallar(hug) mynd bókarinnar: Portrett af listamanninum sem ungum manni eða eins og næstsíðasti kafli bókarinnar heitir: „Síðasta portrett af neðanjarðarkúnstner.“ Andlit er því fyrst og fremst þroskasaga rithöfundar; í litríkum frásögnum er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.