Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2013, Page 176

Andvari - 01.01.2013, Page 176
174 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI að stofna skyldi norrænt ríki. Þjóðverjar áttu að verða einhvers konar bak- hjarl eða jafnvægisafl þessa ríkis. A þeim tíma er Gunnar, sem átti sinn helsta markað í Þýskalandi, óhjákvæmilega kominn í náið samband við nasista og þeir sýna honum ýmsan sóma. Eftir að stríð er hafið, á útmánuðum 1940, fer Gunnar til Þýskalands í fyrirlestraför. Fær hann loks að ganga á fund Hitlers, að því er hann sagði síðar til þess að hvetja foringjann að beita sér fyrir að stöðva Finnlandsstríðið! En hugmyndin um norrænt ríki fékk aldrei stuðning stjórnmálamanna. Gunnar Gunnarsson var ekki nasisti, slíkan boðskap sem þeir höfðu uppi er hvergi hægt að sjá í ritum hans eða ræðum. Hins vegar ber hann lof á ýmislegt í þriðja ríkinu, styður útþenslustefnu þess og lætur sér yfirleitt hægt að gagnrýna gerðir þess. Hann segir ekkert opinberlega um hernám fóstur- lands síns, Danmerkur, og hernám Noregs sem verður fáum dögum eftir að Gunnar kemst naumlega heim frá Þýskalandi úr sinni glæfraför. Hvernig stóð á því um mann sem var svo annt um frelsi Norðurlanda? Eftir á getur hann aldrei séð eða viðurkennt að hann hafi hegðað sér með ámælisverðum hætti í samskiptum sínum við þýska nasista fyrir stríðið. Kemur þar víst enn að því hversu hann er einsýnn og ófær um að setja sig í spor annarra. Þegar litið er til pólitískra afskipta Gunnars á þessum árum kemur manni í hug að hann hafi reynst þar „nytsamur sakleysingi“ í heimspólitísku tafli. Það er kannski nær lagi að tala um pólitískan barnaskap. Um Þýskalandsför Gunnars 1940 hefur ýmislegt verið ritað. Hann sagði bæði Þór Whitehead og Sveini Skorra Höskuldssyni frá henni á gamals aldri, reyndar ekki báðum það sama, og þeir birtu frásagnir um hana. Jón Yngvi hefur ekki miklu við að bæta, en hann leggur trúnað á þær ástæður sem Gunnar tilgreindi á efri árum, að umhyggjan fyrir Finnlandi hafi ráðið gerð- um hans. Hitt er auðvitað miklu líklegra að Gunnar hafi einfaldlega verið að sinna hagsmunum sínum í Þýskalandi. Hann var í sárri fjárþörf á þessum tíma, með stórhýsi sitt á Skriðuklaustri í byggingu, og hlaut að hafa öll spjót úti til fjáröflunar. En vissulega mátti það heita fífldirfska að leggja í slíka för á þessum tíma. Það er óhjákvæmilegt að fjalla af hreinskilni um stjórnmálaafstöðu Gunnars í ævisögu hans og það gerir Jón Yngvi Jóhannsson heiðarlega í bókinni að því er mér virðist. En vitaskuld eru það bókmenntastörfin sjálf sem mestu skipta í ævi skáldsins. Þar liggja eftir hann verk sem hátt ber, vönduð og djúpsæ skáldverk, traustlega byggð í hvívetna. Vissulega munu hin fremstu þeirra standast tímans tönn og alltaf verða forvitnilegt rannsóknarefni. Hann var líka á sínum tíma talinn af mörgum íslendingum helsti skáldjöfur þjóðarinn- ar, um hann var miklu síður deilt en Halldór Laxness, enda tók Gunnar lengst af lítinn þátt í stjórnmáladeilum á íslandi. Þess vegna voru ýmsir sem vildu að honum yrði sómi sýndur sem rithöfundi, að minnsta kosti til jafns við Halldór.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.