Andvari - 01.01.2013, Síða 178
176
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
„Var þeim ekki skipt?“, sagði Ólafur Thors forsætisráðherra fyrstra orða þegar
honum voru tjáð þau tíðindi að Halldór hefði fengið Nóbelsverðlaunin 1955.
Þar með skaut hann Gunnari og öðrum íslenskum rithöfundum langt aftur
fyrir sig. Jón Yngvi rekur einkar glögglega umræðuna um Nóbelsverðlaunin
og aðdraganda að ákvörðun sænsku akademíunnar hvað Island varðaði. Þar
hafa verið uppi sögusagnir sem engar sannanir eru fyrir, varðandi afskipti
íslenskra áhrifamanna. Þetta var auðvitað viðkvæmt mál fyrir Gunnar þótt
hann léti ekki á því bera út á við og vildi raunar aldrei fallast á að þeir Halldór
væru neins konar keppinautar um bókmenntalegan frama.
II
Um Gunnar Gunnarsson hefur ýmislegt verið ritað. Næst á undan bók Jóns
Yngva er Skáldalíf eftir Halldór Guðmundsson (2006) sem fjallar um Gunnar
og Þórberg Þórðarson, skemmtileg bók og vel samin sem gefur góða yfirsýn
um sögu Gunnars, þótt rit Jóns Yngva sé vitaskuld miklu ítarlegra. Ýmsir
bókmenntafræðingar hafa fjallað um einstök verk Gunnars. Þar ber fremst
að nefna að Sveinn Skorri Höskuldsson vann að því mörg ár að safna heim-
ildum sem varða Gunnar. Hann hafði dregið saman mikinn forða og náði að
kortleggja ævi skáldsins rækilega. Eftir Svein Skorra liggja ýmsar athuganir
í styttri ritgerðum, en stóra verkið entist honum ekki aldur til að semja. Jón
Yngvi hefur fengið aðgang að heimildasafni hans og getur þess að sjálfsögðu
þakksamlega. En hann hefði gjarnan mátt láta koma betur fram hve traustan
grunn Sveinn Skorri lagði fyrir alla seinni könnun á þessu efni. Skiptir þá
minnstu þótt seinni menn hafi önnur áhugamál og sjónarmið í bókmennta-
umfjöllun, eins og Jón Yngvi tekur fram um sig og Skorra. Rannsókn Sveins
Skorra var sér í lagi söguleg, staðreyndaleg. Hann hafði þannig mikinn áhuga
á baksviði og fyrirmyndum Fjallkirkjunnar, hinnar sjálfsævisögulegu skáld-
sögu Gunnars, en Jón Yngvi beinir fremur athygli að öðru. Þó er það einn
kostur bókar hans að hann sýnir fram á hversu varast ber að taka frásagnir
Fjallkirkjunnar af Ugga Greipssyni of alvarlega sem heimild um æskusögu
Gunnars Gunnarssonar, enda þótt þetta tvennt fari oft saman.
Jón Yngvi gerir á nokkrum stöðum ágreining við Halldór Guðmundsson
í Skáldalífi. Einkum er hann ósáttur við að Halldór skuli nefna Gunnar
nítjándualdarhöfund og kemur að því oftar en einu sinni. Halldór hefur svar-
að því til í loflegum ritdómi um bókina að auðvitað beri „ekki að taka það
bókstaflega, heldur er vísað til þess að menningarsögulegar rætur Gunnars
séu á nítjándu öld. Tökum dæmi: Flest helstu verk Gunnars á þriðja og fjórða
áratugnum gætu hafa verið samin fyrir tíma rússnesku byltingarinnar, eða
öllu heldur: hún breytti engu um þau. Það yrði seint sagt um verk Halldórs