Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2013, Side 183

Andvari - 01.01.2013, Side 183
ANDVARI ÍSLENSKT SKÁLD Á ÖRLAGATÍÐ 181 Ein hefur þó sérstöðu, það er Vikivaki. Danskir gagnrýnendur botnuðu ekkert í henni sem sést af því að fyrirsögn eins ritdómsins var einfaldlega Hún var aldrei endurprentuð í Danmörku. I seinni tíð hefur Vikivaki verið skoð- aður sem eins konar snemmbúinn íslenskur módernismi eða jafnvel magískt raunsæi sem löngu síðar varð frægt, stundum sem saga um hlutskipti höf- undarins. Vikivaki er draugasaga, að formi til sérkennilegast verka Gunnars og skemmtilegur hluti ævistarfsins. Um Vikivaka hefur nokkuð verið ritað í seinni tíð, enda er þar víða feitt á stykkinu með tilliti til menningarsögu- legra athugunarefna. Bendi ég sérstaklega í því sambandi á grein Jóns Karls Helgasonar, „Dómsdagsmynd Gunnars Gunnarssonar", í þessu riti árið 2010. Síðustu sögur Gunnars, Heiðaharmur, Sálumessa og Brimhenda, hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar. Af þeim er Heiðaharmur viðamest, en Sálumessa furðudauft framhald hennar. Það er eins og höfundur gefist upp á glím- unni við þetta efni, hnignun sveitaþjóðfélags á íslandi í lok nítjándu aldar. Sálumessa nær raunar fram undir fyrri heimsstyrjöld, þann tíma þegar Gunnar hefur sjálfur yfirgefið land sitt. Þessari sögu hefur verið lítill gaumur gefinn. Brimhenda er sömuleiðis saga sem fáir hafa kunnað vel að meta, geldur þar samanburðar við aðra, nokkuð áþekka nóvellu höfundarins en miklu betri, Aðventu. Það er merkilegt hve sú stutta „eftirleitarsaga“ geymir mörg lög sem bókmenntafræðingar og guðfræðingar geta sífellt skoðað upp á nýtt. Ýmsir hafa átt í mesta basli að lesa Brimhendu í hinum tyrfna og saman- barða íslenska búningi höfundar, enda er hún hreint ekki árennileg. Kannski er kominn tími til að fara að gamalli ábendingu Helga Sæmundssonar og lesa söguna fremur á dönsku, en á því máli heitir hún Sonate ved havet. En þess er skylt að geta að sumir góðir lesendur Gunnars meta Brimhendu mikils og má þar nefna Sigurjón Björnsson sem birti athyglisverða grein, „Hugleiðing um Brimhendu Gunnars Gunnarssonar“, í Skorrdælu, riti sem gefið var út í minningu Sveins Skorra Höskuldssonar árið 2003. - Sigurjón mun hafa kynnst Gunnari vel persónulega, en ekki er að sjá að höfundur ævisögunnar hafi leitað til hans sem heimildarmanns í þeim efnum. V Þótt Landnám sé að flestu leyti vel heppnuð ævisaga og fullnægi þeim kröf- um sem sanngjarnt er að gera til slíks verks, er bókin ekki misfellulaus. Mun ég rekja hér nokkrar missagnir sem ég rakst á. Það er ekki tiltökumál þótt eitthvað skolist til í einstökum frásagnaratriðum svo efnismikillar bókar. Einn „flokkur“ missagna olli mér þó nokkurri furðu, en það er hve víða skeikar þegar víkur að íslenskum útgáfum á bókum Gunnars. Til er rækileg skrá um bækur hans á íslensku og erlendum málum sem Haraldur Sigurðsson bóka-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.