Andvari - 01.01.2013, Side 183
ANDVARI
ÍSLENSKT SKÁLD Á ÖRLAGATÍÐ
181
Ein hefur þó sérstöðu, það er Vikivaki. Danskir gagnrýnendur botnuðu ekkert
í henni sem sést af því að fyrirsögn eins ritdómsins var einfaldlega Hún
var aldrei endurprentuð í Danmörku. I seinni tíð hefur Vikivaki verið skoð-
aður sem eins konar snemmbúinn íslenskur módernismi eða jafnvel magískt
raunsæi sem löngu síðar varð frægt, stundum sem saga um hlutskipti höf-
undarins. Vikivaki er draugasaga, að formi til sérkennilegast verka Gunnars
og skemmtilegur hluti ævistarfsins. Um Vikivaka hefur nokkuð verið ritað
í seinni tíð, enda er þar víða feitt á stykkinu með tilliti til menningarsögu-
legra athugunarefna. Bendi ég sérstaklega í því sambandi á grein Jóns Karls
Helgasonar, „Dómsdagsmynd Gunnars Gunnarssonar", í þessu riti árið 2010.
Síðustu sögur Gunnars, Heiðaharmur, Sálumessa og Brimhenda, hafa átt
nokkuð erfitt uppdráttar. Af þeim er Heiðaharmur viðamest, en Sálumessa
furðudauft framhald hennar. Það er eins og höfundur gefist upp á glím-
unni við þetta efni, hnignun sveitaþjóðfélags á íslandi í lok nítjándu aldar.
Sálumessa nær raunar fram undir fyrri heimsstyrjöld, þann tíma þegar Gunnar
hefur sjálfur yfirgefið land sitt. Þessari sögu hefur verið lítill gaumur gefinn.
Brimhenda er sömuleiðis saga sem fáir hafa kunnað vel að meta, geldur þar
samanburðar við aðra, nokkuð áþekka nóvellu höfundarins en miklu betri,
Aðventu. Það er merkilegt hve sú stutta „eftirleitarsaga“ geymir mörg lög sem
bókmenntafræðingar og guðfræðingar geta sífellt skoðað upp á nýtt.
Ýmsir hafa átt í mesta basli að lesa Brimhendu í hinum tyrfna og saman-
barða íslenska búningi höfundar, enda er hún hreint ekki árennileg. Kannski
er kominn tími til að fara að gamalli ábendingu Helga Sæmundssonar og lesa
söguna fremur á dönsku, en á því máli heitir hún Sonate ved havet. En þess
er skylt að geta að sumir góðir lesendur Gunnars meta Brimhendu mikils og
má þar nefna Sigurjón Björnsson sem birti athyglisverða grein, „Hugleiðing
um Brimhendu Gunnars Gunnarssonar“, í Skorrdælu, riti sem gefið var út
í minningu Sveins Skorra Höskuldssonar árið 2003. - Sigurjón mun hafa
kynnst Gunnari vel persónulega, en ekki er að sjá að höfundur ævisögunnar
hafi leitað til hans sem heimildarmanns í þeim efnum.
V
Þótt Landnám sé að flestu leyti vel heppnuð ævisaga og fullnægi þeim kröf-
um sem sanngjarnt er að gera til slíks verks, er bókin ekki misfellulaus. Mun
ég rekja hér nokkrar missagnir sem ég rakst á. Það er ekki tiltökumál þótt
eitthvað skolist til í einstökum frásagnaratriðum svo efnismikillar bókar. Einn
„flokkur“ missagna olli mér þó nokkurri furðu, en það er hve víða skeikar
þegar víkur að íslenskum útgáfum á bókum Gunnars. Til er rækileg skrá um
bækur hans á íslensku og erlendum málum sem Haraldur Sigurðsson bóka-