Andvari - 01.01.2013, Side 185
ANDVARI
fSLENSKT SKÁLD Á ÖRLAGATÍÐ
183
félgsins 1955 eins og þar segir, heldur síðar. Gylfi Þ. Gíslason var ekki meðal
stofnenda. Hér er, ónafngreindur, Baldvin Tryggvason sem varð framkvæmda-
stjóri 1960. Á myndinni er líka, ónafngreindur, Gunnar Gunnarsson yngri, list-
málari. Myndin er líklega tekin í tilefni af útgáfu AB á Skáldverkum Gunnars
með myndskreytingum Gunnars yngra sem hófst 1960. - Baldvin Tryggvason
var síðasti útgefandi Gunnars, kynntist honum vel og er enn til frásagnar um
hann. Baldvin er ekki nefndur í bókinni.
Bls. 472: í útgáfu á Fóstbræðrum í „grænu seríu“ AB kemur fram að Gunnar
dó frá að þýða þá bók, ekki Ströndina eins og hér segir. Eiríkur Hreinn Finn-
bogason lauk þýðingu Fóstbræðra, sbr. eftirmála hans við bókina. Þá hafði
Gunnar átt óþýddar Strönd lífsins (Ströndina) og Jörð. Strönd lífsins kom síðan
út í þessu ritsafni í þýðingu Franziscu Gunnarsdóttur og þar var einnig endur-
prentuð gömul þýðing Sigurðar Einarssonar á Jörð. Það er missögn á bls. 517
að Sigurður hafi þýtt Hvítakrist, það gerði Gunnar sjálfur.
Bls. 477: Af þeim þremur sögulegu skáldsögum sem nefndar eru er Jörð sú
eina sem ekki til í íslenskri þýðingu Gunnars sjálfs, hinar tvær, Jón Arason
og Grámann, eru þýddar af honum.
Ekki gerði ég leit að prentvillum í bókinni og fráleitt eru þær margar. Á
blaðsíðu 220 rakst ég þó á villu sem er bæði lúmsk og skemmtileg. Vitnað
er í bla" .grein eftir Gunnar þar sem hann sendir skeyti Einari Benediktssyni
eftir árás hans í Skírni sem fyrr var nefnd og um leið er skeytið ætlað Árna
Pálssyni ritstjóra Skírnis á þeim tíma. Þessir menn voru mágar, fyrri kona
Árna var Kristín, systir Einars. Gunnar nefnir þá í grein sinni „mikilláta
mága“, en í bókinni verður það „mikillátir magar.“ (!)
Að lokum má telja, sem er vansögn en ekki missögn, að höfundur nefnir
ekki þá rangfærslu sem hefur jafnvel slæðst inn í uppflettiritið Landið þitt,
að arkitekt húss skáldsins á Skriðuklaustri og Arnarhreiðurs Hitlers sé sami
maðurinn, Fritz Höger. Höger var vinur Gunnars og arkitekt Skriðuklausturs
og er nokkuð rækilega frá honum sagt í bókinni. En hann teiknaði ekki
Arnarhreiðrið. Jón Yngvi hefði átt að leiðrétta þessa þrálátu sögusögn, eins og
Halldór Guðmundsson gerir raunar í Skáldalífi. Hún hefur stuðlað að því að
tengja Gunnar Gunnarsson fastari böndum við þýska nasista í vitund manna
en réttmætt er.
Þær misfellur sem hér eru taldar draga á engan hátt úr því að Jón Yngvi
Jóhannsson hefur með Landnámi skilað fróðlegu og efnismiklu verki sem
lengi mun standa og öllum áhugamönnum um íslenskar bókmenntir og menn-
ingarsögu á tuttugustu öld ber að þakka og meta.