Jökull - 01.01.2021, Blaðsíða 101
Ljósmyndir Þorláks Sverrissonar
3. mynd. Ljósmynd tekin norðan Víkur, líklega 12.
október. Gosmökkur, dökkur neðan til, ljósari efst
rís hátt yfir Höttu (neðst til hægri), staðarfjall Vík-
ur í Mýrdal. Uppstreymið er töluvert kröftugt, áveð-
urs er jaðar gosmakkarins lóðréttur, en þennan fyrsta
gosdag barst askan austur yfir Álftaver og yfir Skaft-
ártungu um kvöldið. (Mynd ÞS-2-016, Þjóðminjasafn
Íslands. Eign JH). – Photo taken just north of the Vík
village, showing the ascending eruption cloud with a
straight upwind edge and dark lower part. The cloud
is beginning to slant eastward near the top but cont-
inuing to rise – the maximum height attained on the
first day was 14.3 km a.s.l. The glacier surface lies
just below the base of the photograph, it was hidd-
en by a thin veil of clouds and was not visible from
the Vík area (Jóhannsson 1919). Based on descripti-
ons of weather conditions such as wind direction and
strength, snow cover, haze, and the course of events in
the eruption (Jóhannsson 1919; Sveinsson 1919) this
photograph was almost certainly taken on the first day
of the eruption, October 12, 1918. (After plate ÞS2-
016, National Museum of Iceland. Property of IES).
Af lýsingu Guðgeirs Jóhannssonar (1919, 5) á að-
stæðum að morgni 12. október er vitað að fannir voru
í fjöllum. „ ... gengur yfir með smáél um kl. 9 f.h.
Verður þá ígrátt, þar sem áður var autt, en hér eru
þéttar smáfannir fyrir, alveg fram að sjó, og fjöll hvít
að kalla. ... fram eftir degi ganga él á fjöll, en verð-
ur ekki af niðri við sjóinn. Tekur þar upp snjóinn í
brekkum og skriðum, sem hallar mót suðri.“ Lýsingin
á nokkuð vel við aðstæður í hlíðum Höttu á 3. mynd.
Daginn eftir, 13. október, var austanátt. Frá og
með 14. til 16. október var öðru hvoru smávægilegt
öskufall í Vík og 17. október var nefnt að fannir væru
blakkar af ösku (Guðgeir Jóhannsson 1919, 12). Gos-
mökkur var ekki nefndur í lýsingum frá Vík 13. og
14. október, 15. og 16. var móða í lofti, gosmökkurinn
ljósgrár og lægri en áður, eftir 17. eru fannir blakkar,
18. og 19. var þoka eða þykkt loft, hlýtt. Það má því
álykta að lang líklegast sé að ljósmyndir á 2. og 3.
mynd (006 og 016) séu frá fyrsta gosdegi, 12. októ-
ber, meðan fannir í Höttu voru hvítar en skriður og
brekkur dökkar þar sem snjóinn tók upp „mót suðri“.
Mynd frá 15. eða 16. október?
Ljós, fremur lágur gosmökkur á 4. mynd (013) virðist
að mestu vatnsgufa. Hann breiðir úr sér í báðar áttir
en leggur þó heldur meira til austurs, vindur er ekki
mikill. Mökkinn ber við Höttu, líklega er þokuslæða
á jöklinum en það mótar fyrir fjöllunum sunnan hans.
Það er móða í lofti og hlíðar Höttu huldar gráma, þó
ekki meiri en svo að greina má fannir ofarlega í hlíð-
um, líkastar þeim á 3. mynd. Myndin var tekin norðan
Víkur, í forgrunni er girðing, fjórar símalínur eða raf-
magnslínur ber í mökkinn og Höttu (sjást ef myndin
er dekkt, skerptar hér). Myndin gæti hafa verið tekin
15. eða 16. október en þá var móða í lofti. Hún var
svo mikil 15. október að sól varpaði ekki skugga en
minni 16. október: „Í morgun er gosmökkurinn lægri
en í gær, héðan að sjá. Einnig er móðan miklu minni,
en undanfarna daga. Bjartast er yfir um miðjan dag-
inn.“ (Guðgeir Jóhannsson 1919, 11).
Myndir teknar 20. október?
Ljósmyndir á myndum 5a og 5b voru líklega teknar
20. október. Á þessum myndum er jökullinn „drif-
hvítur að ofan“ en þannig lýsir Guðgeir Jóhannsson
(1919, 12–13) jöklinum þann dag. Fjöllin sunnan jök-
ulsins eru svartskjöldótt af ösku á snjó.
JÖKULL No. 71, 2021 99