Jökull - 01.01.2021, Blaðsíða 109
Ljósmyndir Þorláks Sverrissonar
11. mynd sýnir aðstæður milli Léreftshöfuðs og Hafurseyjar (efst til hægri), jakahrönn og farvegi hlaupsins
milli Selfjalls og Hafurseyjar (fjær) og Múlakvíslar (nær). Jakahrönnin er á miðri mynd, jakarnir standa upp
úr þykkum setbunka sem Múlakvísl hefur grafið farveg í gegnum. Miklu meira vatn rennur nær Hafursey
og farvegurinn þar hefur hækkað mikið, jakahrönn liggur næst Hafursey og þar eru eyrar komnar upp. Jaðar
Kötlujökuls er ofarlega fyrir miðri mynd, svartur af ösku, ef til vill mótar fyrir ísgljúfurkjaftinum við endann á
Vatnsrásarhöfði (efst til vinstri). Lægri flöt spilda fremst á jökuljaðrinum gæti hafa sprungið fram við að hlaup-
vatn gróf undan honum. Jakahrönn framan við jaðarinn teygir sig að Kurlinu, keilulaga strýtu við norðurendann
á Hafursey. (Mynd ÞS-2-017, Þjóðminjasafn Íslands. Eign JH). – The photo shows the situation on the upp-
er part of Mýrdalssandur between Léreftshöfuð hill, where the photographer is standing, Hafursey mountain
(upper right), Kötlujökull glacier (upper middle) and Vatnsrásarhöfuð hill (upper left). Huge icebergs and thick
sediments have piled up in front of Léreftshöfuð (middle left and right), now breached by the Múlakvísl river
that flows towards the viewer. Much more water follows the main flood route closer to Hafursey mountain which
is strewn with icebergs. Terraces with icebergs in front of Hafursey and the nearby cone-shaped hill show the
original thickness of the flood deposit. The snout of Kötlujökull, black with ash, has large cracks and a portion
has slid forward and subsided. The mouth of the ice canyon (photos on Figures 12 and 13) is visible next to
Vatnsrásarhöfuð. (After plate ÞS-2-017, National Museum of Iceland. Property of IES).
tekin ofan Víkurþorpsins) að myndin hefur verið tekin
nánast á sama tíma dagsins 2. nóvember.
LJÓSMYNDIR ÞORLÁKS AF
HLAUPFARVEGUM OG ÍSGLJÚFRI 1918
Ljósmyndirnar á 10.–13. mynd eru af hlaupfarvegum,
jökulhrönn, og ísgljúfri. Þær voru nær örugglega allar
teknar í sömu ferðinni, yfirbragðið er það sama, sól-
arlaust, lágskýjað, jörð blökk að sjá. Eins og aðrar
myndir Þorláks eru þær ódagsettar. Lítill gangur var í
Kötlugosinu dagana 16. til 19. október og þá var gos-
mökkur lágur eða enginn. Gott veður var þessa daga
(Guðgeir Jóhannsson, 1919). Leiða má líkur að því að
myndir Þorláks séu teknar einhvern þessara daga.
JÖKULL No. 71, 2021 107