Jökull - 01.01.2021, Blaðsíða 89
Álftaver’s experience of the 1918 Katla eruption
can be developed and implemented. This includes on-
going considerations of ‘social scenarios’ combined
with the physical, to ensure that officials and residents
alike are well prepared for a range of situations.
Acknowledgments
Residents of Álftaver, past and present, are thanked
for their participation in the 2006, 2008 and 2010 re-
search. Friends and family in and from Álftaver are
also thanked for sharing their experiences of the 1918
events over the intervening years. Anna Yates’s as-
sistance with the English translation of the 1918 sto-
ries is acknowledged. These stories have been passed
down the generations by Brynjólfur Oddsson, Guð-
munda Oddsdóttir, Hilmar Jón Brynjólfsson, Gísli
Brynjólfsson, Júlíus Jónsson, Böðvar Jónsson, Gísli
Vigfússon, Gissur Jóhannesson, Þórarinn Eggertsson
and Páll Eggertsson. This paper was executed within
the framework of the Nordic Centre of Excellence on
Resilience and Societal Security (NORDRESS). The
longitudinal research conducted by Bird and Gísla-
dóttir was supported by the Icelandic Centre for Re-
search (Rannís) and the Icelandic Road Administra-
tion (Vegagerðin).
ÁGRIP
Íbúar í Álftaveri, á Mýrdalssandi, þekkja vel til eld-
stöðvarinnar Kötlu og Kötlugossins 1918 sem olli
skyndilegu hamfarahlaupi á Mýrdalssandi og þar með
í Álftaveri. Reynsla og lýsing þeirra sem upplifðu at-
burðinn 1918 hefur flust frá einni kynslóð til annarr-
ar og hefur síðan verið mikilvægur hluti af sameigin-
legu minni íbúanna. Greinin byggir á munnlegum og
skriflegum frásögnum þeirra sem upplifðu Kötlugosið
1918 og ítarlegum kortum sem endurspegla aðstæð-
ur og flótta íbúa undan hlaupinu 1918. Í greininni
er einnig fjallað um hvernig reynsla og þekking íbúa
á fyrri atburðum hefur áhrif á skynjun íbúa í dag á
hættu vegna Kötlugoss og afstöðu þeirra til neyðar- og
rýmingaráætlunar sem íbúum er gert að fylgja komi til
goss og hvernig þeir sjái fyrir sér að þeir muni bregð-
ast við rýmingu vegna hamfarahlaups sem fylgir gosi
í Kötlu. Fram til þessa hafa frásagnir af viðbrögð-
um íbúa í Álftaveri við Kötlugosinu 1918 einungis
verið aðgengilegar á íslensku, í rituðum heimildum
eða munnlegri geymd. Markmið greinarinnar er að
þessar sagnir verði aðgengilegar enskumælandi fólki
í því skyni að auka skilning á eldgosum og áhrifum
þeirra sem og framtíðarskipulagi neyðaráætlana vegna
Kötlugoss. Lýsingar heimamanna lýsa vel mismun-
andi hraða jökulhlaupa sem fóru um Mýrdalssand,
allt eftir því hvort um var að ræða hlaup án ísbjarga
sem rann mun hraðar en meginflóð hlaupsins sem var
hlaðið ísbjörgum. Vegna þess hve langt er um liðið
frá síðasta Kötlugosi og að jarð- og jarðeðlisfræðileg
vöktun eldstöðvarinnar gefur til kynna að hún sé enn
virk ásamt þeirri staðreynd að gos myndi hafa áhrif á
byggð í Álftaveri voru neyðaráætlanir vegna hugsan-
legs hamfarahlaups þróaðar í byrjun 21. aldarinnar. Í
mars 2006 voru þær prófaðar í allsherjar rýmingaræf-
ingu þar sem íbúar, vísindamenn og viðbragðshópar
tóku beinan þátt í æfingunni. Íbúar í Álftaveri voru
ekki að fullu sáttir við rýmingaráætlunina eins og hún
var sett fram og voru tregir til að fylgja fyrirmælum
um rýmingu. Þeim fannst að þekking þeirra á hegð-
an Kötlugosa, þekking á landinu og reynslu ættingja
sem upplifðu Kötlugosið 1918 hefði ekki verið tekið
nægilega til greina við skipulag áætlunarinnar. Íbú-
ar höfðu áhyggjur af því að almannavarnir hefðu ekki
tekið nægilegt tillit til hamfarahlaups, gjósku og eld-
inga. Til að bregðast við áhyggjum íbúanna þróuðu
almannavarnir aðra rýmingaráætlun (áætlun B) sem
byggir á reynslu og þekkingu íbúa Álftavers. Íbúar
voru þó ekki hafðir með í ráðum við þróun nýju áætl-
unarinnar og vissu ekki um tilvist hennar eða hvenær
hún á að koma til framkvæmda. Í þessari grein er rætt
um og lögð áhersla á mikilvægi þess að opið samtal
eigi sér stað milli heimamanna og þeirra sem móta
neyðar- og viðbragðsáætlanir vegna eldgosavár. Sam-
talið milli skipuleggjenda og íbúa þarf að eiga sér stað
án aðgreiningar til að tryggja að áætlanir endurspegli
nægilega vel og komi á móts við staðbundna þekkingu
og sjónarhorn íbúa. Slík samvinna er líkleg til að efla
traust milli almannavarna og heimamanna og tryggja
að rýming og viðbrögð vegna eldfjallavár fari fram á
sem átakaminnstan og öruggastan hátt.
REFERENCES
Barsotti, S., S. Karlsdóttir, A. M. Ágústsdóttir, B. Odds-
son, Í. Marelsdóttir, Þ. Þórðarson, Þ. Guðnason and
B. B. Björnsson 2020. Preliminary tephra fallout haz-
JÖKULL No. 71, 2021 87