Jökull


Jökull - 01.01.2021, Blaðsíða 177

Jökull - 01.01.2021, Blaðsíða 177
Jöklarannsóknafélag Íslands síðustu afmælisárhátíð þann sama dag. Skemmst er frá að segja að ekkert af þessu gekk eftir. Vegna sótt- varnarreglna varð ekkert úr ferðunum og sama á við um haustfundinn og árhátíðina. Gönguferðir GJÖRFÍ í nágrenni Reykjavíkur féllu allar niður þetta árið af sömu ástæðum. Þá varð að ráði að fresta afmælissýn- ingu JÖRFÍ í Perlunni fram á næsta haust. Mótleik- ur okkar var fjarfundaröðin sem getið var hér framar. Sem betur fer hefur hún heppnast vel og er ætlunin að halda henni áfram fram á vor. SKÁLAMÁL Þrátt fyrir takmarkanir ýmsar vegna Covid, tókst að halda áætlun um viðhald og framkvæmdir í skálamál- um. Farnar voru nokkrar hefðbundnar viðhaldsferðir í Jökulheima. Flestallir gulir fletir voru málaðir og blettað í brúna fleti. Borið var á pallinn. Vindrafstöð tekin niður, farið með í viðgerð og sett upp aftur. Fyllt var á olíutanka og farið með gas fyrir veturinn. Glugg- ar pússaðir og málaðir að innan í báðum skálum. Farnar voru þrjár vinnuferðir á Grímsfjall. Fyrsta ferðin var í seinni hluta vorferðar, eða 5.–8. júní og lagað hitakerfi í stóra skála, lakkað inni og málað það sem hægt var úti. Önnur vinnuferð var farin 4.–6. september þar sem dælu milli útitanks og innitanks var komið í lag og áfyllingarkerfi uppfært. Einnig var skipt um gluggahlera á vesturgafli stóra skála og suð- urhliðar og málaðir gaflar allra skálanna. Rafstöðin hafði bilað í október en þá tókst að flytja vélina í bæ- inn til viðgerðar og bráðabirgðarafstöð komið fyrir í staðinn. Fyrir vikið var þriðja vinnuferðin á árinu á Grímsfjall í nóvember þar sem rafstöðin var sett upp aftur eftir viðgerðina. Nýr kamar var byggður fyrir styrk frá Uppbygg- ingarsjóði Ferðamála og fluttur upp í Esjufjöll seint í mars. Flutningarnir gengu að óskum og því tókst að koma upp salernisaðstöðu á þessum stað sem nýt- ur sérstakrar verndar svo að hægt sé að fylgjast þar með gróðurframvindu. Nýi kamarinn mun hindra mengun í framtíðinni, en unnið er að því að koma á samstarfi við Björgunarfélag Hornafjarðar um reglu- bundna tæmingu kamarsins og flutning á úrgangi til förgunar í byggð. BÍLAMÁL Bifreið félagsins fór að venju dagsferð á Mýrdalsjök- ul, óhefðbundna vorferð á Grímsfjall, dagsferð á Mýr- dalsjökul um haustið og rafstöðvarferðina á Gríms- fjall í nóvember sem farin var um Jökulheima. Einnig studdi félagið við rannsóknir á skriðunni í Teigstung- um við Tungnakvíslarjökul með því að senda bílinn í ferð í Þórsmörk með búnað til mælinga á skriðunni. Engar stórar bilanir komu upp á árinu en margvís- legu viðhaldi var sinnt. Bíllinn hefur að mestu verið geymdur í porti Landsvirkjunar við Völuteig. Enn er ekkert fast í hendi varðandi endurnýjun á bílnum, en ýmislegt hefur verið skoðað. SAMSTARF VIÐ LANDSVIRKJUN OF NEYÐ- ARLÍNUNA Nýr samstarfssamingur var gerður við Landsvirkjun til áranna 2020–2022. Samningur tryggir stuðning við verkefni félagsins, einkum öfluga vorferð þar sem haldið er uppi rannsóknum og ungu vísindafólki gef- ast tækifæri til að kynnast rannsóknum á jöklum. Fé- lagið á einnig samstarf við Neyðarlínuna um rekstur rafstöðvar á Grímsfjalli. Félagið sinnir flutningum á eldsneyti og ýmsu viðhaldi. Þessi samstarfsverkefni eru mikilvæg og fjármagn sem fæst í gegnum sam- starfið við þessa tvo aðila auðveldar félaginu að halda úti öflugu rannsóknastarfi og að sinna viðhaldi á skál- um félagins, einkum á Grímsfjalli. LOKAORÐ Óvenjulegt ár er að baki þar sem flestum áætlunum var kollvarpað vegna aðstæðna sem félagið fékk ekki við ráðið. Við því er ekkert að gera annað en að taka aðstæðum með jafnaðargeði. Við bíðum eftir betri tíð þegar tekist hefur að hafa veiruna undir með bólusetn- ingum og samstöðu um skynsamlegar sóttvarnir. Fé- lagið hefur því verið í hálfgerðu soféti frá því á vor- dögum. Öðru hvoru hefur rofað til en jafnan þegar við höfum búið okkur til ferðar hefur syrt að aftur. Þannig var það í sumar þegar fyrir dyrum stóð að halda veg- legar veislur í Jökulheimum. Sama á við um afmæl- isdaginn í nóvember þegar allt var lokað. Við náum vonandi að fara margar góðar ferðir í sumar og haust, opna sýningu og halda þá afmælisveislu með gleði, söng og dansi, eins og alla dreymir um. Flutt á aðalfundi 23. febrúar, 2021. Magnús Tumi Guðmundsson JÖKULL No. 71, 2021 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.