Jökull - 01.01.2021, Blaðsíða 104
Guðrún Larsen og Þórdís Högnadóttir
Ljósmyndin á 5. mynd (a) var tekin ofan Víkur.
Hún sýnir ljósan rísandi gosmökk í fjarska og leggur
hann austur undan vindi. Margir snjóskaflar eða blett-
ir eru í efstu brúnum Höttu sem er annars dökk að sjá.
Ljósmyndin á 5. mynd (b) (önnur svipuð mynd er ekki
birt hér) var tekin uppi á Höttu, þar sem jökullinn blas-
ir við. Hún sýnir hvar mökkurinn kemur upp og einnig
að hann kemur upp á tveim stöðum með nokkru milli-
bili, e.t.v. um 1 km. Stærri mökkinn leggur austur.
Tveir aðgreindir mekkir sáust fyrst frá Vík 20. októ-
ber. Daginn eftir sást ekki til jökuls og 22. október féll
aska sem styður að myndirnar hafi verið teknar fyrir
þann tíma, líklega 20. október, borið saman við eftir-
farandi lýsingu frá 20. október: „Mestur er mökkurinn
um tíma eftir hádegi. Er hann þá afar svartur, en verð-
ur lítill eftir kl. 2 e.h. Eftir kl. 4 sér sem ekkert til hans
vegna þoku ... Í morgun og dag sést greinilega, að
gosið kemur aðallega upp í tveim stöðum. Mekkirnir
eru tveir, og má sjá í milli þeirra, þegar þeir eru ekki
því þykkri, en þeir renna saman í eitt er þeir hækka.
Er annar mökkurinn austar, en hinn vestar, og er sá
jafnan lægri og legst niður með köflum ... En svo virð-
ist, sem uppgönguaugun séu allmörg í hvorum stað.“
(Guðgeir Jóhannsson 1919, 12). Af frásögninni mætti
álykta að þessi ljósmynd hafi verið tekin 20. október
milli klukkan 14 og 16 þegar mökkurinn var lítill.
Mið á gosmekki frá 12. og 20. október 1918 (6.
mynd) benda til upptaka austanvert við svæðið sem
talið hefur verið gosstöðvar Kötlu 1918 (Helgi Björns-
son o.fl., 2000; Magnús T. Guðmundsson og Þórdís
Högnadóttir 2001). Á mynd 5a, sem tekin er norðan
Víkur, ber Gæsatinda í jökulinn. Á mynd 5b, sem tek-
in er uppi á Höttu, er Arnarstakkur fyrir miðri mynd
og greina má Gæsatinda, Ögmundarhöfuð og Sandár-
höfuð ef grannt er skoðað (og myndin prentast vel).
Myndir teknar 22. og/eða 24. október?
Ljósmyndirnar á 7. og 8. mynd sýna dökkt þykkni yfir
Höttu. Þær voru ekki teknar á sama stað, önnur norð-
an við Vík en hin var tekin austar, e.t.v. austan við
Vík. Þær gætu hafa verið teknar á sama deginum – en
þó er hængur á. Hatta er alsvört af ösku á 8. mynd en
á 7. mynd sjást nokkrir hvítir skaflar í efstu brúnum.
Sjónarhornið er ekki það sama (ljósmyndin á 7. mynd
er tekin mun austar) og ef til vill sá ekki til skaflanna
þar sem 8. mynd var tekin. Mökkurinn er að leggj-
ast yfir, það sér undir hann á 8. mynd. Þessar myndir
gætu verið teknar síðdegis 22. október eða að morgni
24. október áður en syrti að með gjóskufalli.
6. mynd. Mið á gosmekki á myndum 3 (rauðblá lína),
5a (gulrauð lína) og 5b (rauðar línur). Milli vestari
og eystri makkarins á mynd 5b er um 1 km. Miðin
segja ekkert um hversu norðarlega upptökin voru. –
Sights from three locations on the eruption columns
on Figures 3 (purple line), 5a (orange line) and 5b
(two red lines). The columns on Figure 5b are spaced
about 1 km apart. It is not possible to determine from
these photographs alone how far to the north of the
caldera rim the craters were located.
102 JÖKULL No. 71, 2021