Jökull - 01.01.2021, Blaðsíða 106
Guðrún Larsen og Þórdís Högnadóttir
8. mynd sýnir skuggalegan mökk yfir Höttu. Hatta er alsvört eftir gjóskufall. Myndin er líklegast tekin fyrir
hádegi 24. október, miðað við lýsingar (sjá megintexta). Síðar um daginn barst mökkur inn yfir Vík úr vestri
og lá yfir Mýrdalnum með öskufalli í um 13 klst. (Mynd ÞS-2-012, Þjóðminjasafn Íslands. Eign Jarðvísinda-
stofnunar Háskólans). – Photo shows a dark cloud overhanging the Hatta mountain. The mountain appears
greyish-black, no drifts of snow visible, presumably as a result of an ash fall. There was an ash fall in the
afternoon of October 22 and the photo could be taken later that day. However, in the morning of October
24 an ascending eruption cloud appeared, darker than the ash-blackened mountains (Jóhannesson 1919), that
threatened to descend onto Vík but then receded. The photo most likely shows the eruption cloud before noon
on October 24, given the fair light-conditions. (After plate ÞS-2-012, National Museum of Iceland. Property of
Institute of Earth Sciences).
Svo virtist um tíma, sem mökkurinn muni steypast yfir
þá og þegar.“ En svo datt mökkurinn niður um tíma.
Þegar mökkurinn kom upp aftur lagði hann beint fram
(suður). Eftir hádegi 24. október færðist mökkurinn
síðan til austurs og um kl. 1 e.h. fór aska að falla í
Vík. Þennan dag varð mest öskufall í Vík, stóð með
hléi í um 13 klst og askan varð 2–4 cm á þykkt (Guð-
geir Jóhannsson 1919, 17).
Móða lá yfir 23. október og mökkurinn náði að-
eins upp yfir Höttu. Dagana 25.–31. október voru átt-
ir suðlægar og éljagangur svo gránaði jörð og í fjöll
frá 26. eða 27. október. Til makkarins sást 28. og
29. október, hann var hvítur með dökkum eitlum eða
vatnsgufuborinn, en 1. nóvember sást enginn mökk-
ur. Ljósmyndirnar á 7. og 8. mynd geta því ekki verið
teknar seinna en 24. október samkvæmt lýsingum –
104 JÖKULL No. 71, 2021