Jökull


Jökull - 01.01.2021, Blaðsíða 165

Jökull - 01.01.2021, Blaðsíða 165
Society report VORFERÐ JÖRFÍ 2021 Andri Gunnarsson1 og Magnús Tumi Guðmundsson2 1Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík; Andri.Gunnarsson@landsvirkjun.is 2Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík; mtg@hi.is https://doi.org/10.33799/jokull2021.71.163 Vorferðin þetta árið var tvískipt eins og oft hefur ver- ið undanfarin ár. Skipt var í tvo álíka stóra hópa og var enginn allan tímann, heldur annað hvort í fyrri eða seinni ferð. Þátttakendur í fyrri hluta voru 15 en 17 í þeirri seinni. Skipuleggja þurfti ferðina með tilliti til sóttvarna og reynt var að haga málum þannig að hætta á smiti væri sem minnst. Allir tóku Covid-próf fyrir ferðina til að enginn bæri smit með sér á jökul. Þetta tókst vel og enginn smit komu upp. Fyrri hluti, 30. maí – 6. júní Fyrri hópurinn lagði af stað frá Reykjavík á sunnudegi og gisti á Vagnsstöðum í Suðursveit í eina nótt. Leið- in á Vatnajökul um Jökulheima er orðin torfær stórum leiðöngrum og því lagt á jökulinn um Jöklasel þar sem er vel fært upp Skálafellsjökul. Tónninn í veðrinu var strax sleginn á fyrsta degi, rok, talsverð ofankoma og lítið skyggni. Þrátt fyrir léleg veðurskilyrði nær allan tímann tókst að ljúka flestum verkefnum sem stefnt var að. Helstu verkefnin voru eftirfarandi: 1. Gerðar voru gasmælingar í sigkötlum í sunnan- verðri Bárðarbungu og í Grímsvötnum. 2. GPS mælitæki Veðurstofunnar á Rótarfjallshnjúk til vöktunar á Öræfajökli var mokað upp úr vetrardvala og gangsett á eina góðviðrisdeginum. 3. Boruð afkomuhola á Öræfajökli (OER1) og reynd- ist vera um 11,5 metra snjóþykkt niður á hausthvörfin (snjóþykkt vetrarins). Borkjarnanum var pakkað og hann fluttur til Reykjavíkur til greiningar á örplasti sem er samstarfsverkefni nokkurra stofnana. 4. GPS mælitæki sem vaktar hæðarbreytingar íshell- unnar og rekið er af Veðurstofunni fékk aukasólarsellu og var stillt í rétta hæð fyrir sumarið þar sem tekið var tillit til sumarafleysingarinnar. 5. Sambærilegt mælitæki í Skaftárkatli var einnig standsett fyrir sumarið og vitjað um önnur GPS mæli- tæki og skjálftamæla. Tækin voru þjónustuð eftir vet- urinn, m.a. á Kistu, Hamrinum, Dyngjujökli, Brúar- jökli, Esjufjöllum og Tungnaárjökli. 6. Mokuð var rúmlega 3 m snjógryfja í Grímsvötnum í gegnum vetrarlagið, en fyrsta slíka gryfjan var gerð fyrir 70 árum síðan. 7. Sett voru hljóðbylgjumælitæki á Saltarann, Vestari- Svíahnjúk og Húsbónda, í samstarfi við Oliver Lamb, nýdoktor á Jarðvísindastofnun. Tækin skrá hljóð- bylgjur frá jarðskjálftum og ísskjálftum og voru rekin á þessum stöðum út sumarið. Sofét-dagurinn (sofa og éta) var vel nýttur við grafa snjóhús þar sem útbúinn var ísbar og boðið upp á fordrykk á föstudagskvöldinu. Nýr handþvottavask- ur var hengdur upp í fordyrinu á nýja skála og er það góð viðbót við hreinlætisaðstöðuna á fjallinu. Það var ekki mikil vorstemning í litlu skyggni, slyddurigningu í bland við mikla snjókomu og end- urtekinn mokstur í kringum húsin og þungu bílafæri. Allan þennan nýja snjó var ekki einu sinni hægt að nota af neinu viti til skíðaiðkunar, en gufan var góð og stemningin í hópnum líka. Síðasta samverustundin var við Breiðá, skála JÖRFÍ á Breiðamerkursandi, þar sem borðað var vel upp úr matarkistum og grillaðir lambaborgarar og hamborgarar. Seinni hluti, 6. – 13. júní Seinni hópur fór úr Reykjavík snemma á sunnudags- morgni í fremur aðgerðarlitlu en votu veðri. Fyrri og JÖKULL No. 71, 2021 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.