Jökull - 01.01.2021, Qupperneq 165
Society report
VORFERÐ JÖRFÍ 2021
Andri Gunnarsson1 og Magnús Tumi Guðmundsson2
1Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík; Andri.Gunnarsson@landsvirkjun.is
2Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík; mtg@hi.is
https://doi.org/10.33799/jokull2021.71.163
Vorferðin þetta árið var tvískipt eins og oft hefur ver-
ið undanfarin ár. Skipt var í tvo álíka stóra hópa og
var enginn allan tímann, heldur annað hvort í fyrri eða
seinni ferð. Þátttakendur í fyrri hluta voru 15 en 17 í
þeirri seinni. Skipuleggja þurfti ferðina með tilliti til
sóttvarna og reynt var að haga málum þannig að hætta
á smiti væri sem minnst. Allir tóku Covid-próf fyrir
ferðina til að enginn bæri smit með sér á jökul. Þetta
tókst vel og enginn smit komu upp.
Fyrri hluti, 30. maí – 6. júní
Fyrri hópurinn lagði af stað frá Reykjavík á sunnudegi
og gisti á Vagnsstöðum í Suðursveit í eina nótt. Leið-
in á Vatnajökul um Jökulheima er orðin torfær stórum
leiðöngrum og því lagt á jökulinn um Jöklasel þar sem
er vel fært upp Skálafellsjökul. Tónninn í veðrinu var
strax sleginn á fyrsta degi, rok, talsverð ofankoma og
lítið skyggni. Þrátt fyrir léleg veðurskilyrði nær allan
tímann tókst að ljúka flestum verkefnum sem stefnt
var að. Helstu verkefnin voru eftirfarandi:
1. Gerðar voru gasmælingar í sigkötlum í sunnan-
verðri Bárðarbungu og í Grímsvötnum.
2. GPS mælitæki Veðurstofunnar á Rótarfjallshnjúk til
vöktunar á Öræfajökli var mokað upp úr vetrardvala
og gangsett á eina góðviðrisdeginum.
3. Boruð afkomuhola á Öræfajökli (OER1) og reynd-
ist vera um 11,5 metra snjóþykkt niður á hausthvörfin
(snjóþykkt vetrarins). Borkjarnanum var pakkað og
hann fluttur til Reykjavíkur til greiningar á örplasti
sem er samstarfsverkefni nokkurra stofnana.
4. GPS mælitæki sem vaktar hæðarbreytingar íshell-
unnar og rekið er af Veðurstofunni fékk aukasólarsellu
og var stillt í rétta hæð fyrir sumarið þar sem tekið var
tillit til sumarafleysingarinnar.
5. Sambærilegt mælitæki í Skaftárkatli var einnig
standsett fyrir sumarið og vitjað um önnur GPS mæli-
tæki og skjálftamæla. Tækin voru þjónustuð eftir vet-
urinn, m.a. á Kistu, Hamrinum, Dyngjujökli, Brúar-
jökli, Esjufjöllum og Tungnaárjökli.
6. Mokuð var rúmlega 3 m snjógryfja í Grímsvötnum
í gegnum vetrarlagið, en fyrsta slíka gryfjan var gerð
fyrir 70 árum síðan.
7. Sett voru hljóðbylgjumælitæki á Saltarann, Vestari-
Svíahnjúk og Húsbónda, í samstarfi við Oliver Lamb,
nýdoktor á Jarðvísindastofnun. Tækin skrá hljóð-
bylgjur frá jarðskjálftum og ísskjálftum og voru rekin
á þessum stöðum út sumarið.
Sofét-dagurinn (sofa og éta) var vel nýttur við
grafa snjóhús þar sem útbúinn var ísbar og boðið upp
á fordrykk á föstudagskvöldinu. Nýr handþvottavask-
ur var hengdur upp í fordyrinu á nýja skála og er það
góð viðbót við hreinlætisaðstöðuna á fjallinu.
Það var ekki mikil vorstemning í litlu skyggni,
slyddurigningu í bland við mikla snjókomu og end-
urtekinn mokstur í kringum húsin og þungu bílafæri.
Allan þennan nýja snjó var ekki einu sinni hægt að
nota af neinu viti til skíðaiðkunar, en gufan var góð
og stemningin í hópnum líka. Síðasta samverustundin
var við Breiðá, skála JÖRFÍ á Breiðamerkursandi, þar
sem borðað var vel upp úr matarkistum og grillaðir
lambaborgarar og hamborgarar.
Seinni hluti, 6. – 13. júní
Seinni hópur fór úr Reykjavík snemma á sunnudags-
morgni í fremur aðgerðarlitlu en votu veðri. Fyrri og
JÖKULL No. 71, 2021 163