Jökull


Jökull - 01.01.2021, Blaðsíða 94

Jökull - 01.01.2021, Blaðsíða 94
Eiríkur Þ. Einarsson Þorlákur bjó á Hofi til æviloka og kona hans, tvær dætur og fjölskyldur síðan til ársins 1961. Hofið var meðal þeirra húsa sem fóru undir hraun í eldgosinu í Vestmannaeyjum 1973. Í tilefni af flutningunum til Eyja birti Þorlákur eft- irfarandi tilkynningu í Morgunblaðinu 28. ágúst 1925: „Tilkynning. Þar eð jeg hefi flutt búferlum frá Vík í Mýr- dal til Vestmannaeyja, óskast blöð og tímarit til mín framvegis send mjer hingað, og er utanáskrift mín þessi: Þorlákur Sverrisson, Heiði, Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjum, 22. ágúst 1925. Þorlákur Sverrisson.“ Í Vestmannaeyjum rak Þorlákur verslun í Turnin- um við Strandveg til dauðadags. Grein um Þorlák og 30 ára afmæli Turnsins birtist í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1978 eftir Einar H. Eiríksson, tengda- son Þorláks. Í dagblaðinu Vísi frá 2. okt. 1978 er eftir- farandi frásögn af upphafi verslunar Þorláks í Eyjum: „Söluturninn var opnaður árið 1927 og er því orð- inn rúmlega fimmtugur. Hann stóð við Strandveginn, á svipuðum slóðum og fiskverkunarhús Ísfélagsins stendur nú. Það var Þorlákur Sverrisson sem fyrstur verslaði í Turninum. Hann hafði hug á því að veita sjómönnum sérstaka þjónustu og hafa opið lengur fram eftir en aðrar verslanir. Leyfið fékkst til þess en gegn því að Turninn sæi um að koma veðurfréttum til almennings. Hér fyrr á árum voru veðurskeytin hengd upp á kassa á símstöðvarhúsinu. Björgunarfélagið vildi að þau yrðu sett einhvers staðar upp þar sem almenningur þyrfti ekki að leggja lykkju á leið sina til að sjá þau. Söluturninn varð fyrir valinu, því fram hjá honum lá leið flestra sem voru að fara heim úr beituskúrum og aðgerðarhúsum. Þorlákur sendi því dóttur sina eftir skeytunum og hann skrifaði þau upp á sérstakt eyðublað og hengdi út í gluggann. Það fór svo eftir væntanlegu veðri hvernig blöðin voru á lit- inn. Ef vont veður var í aðsigi voru skeytin á rauðum pappír. Einnig kom Þorlákur upp loftvog sem hann hafði í glugganum. Veðurfréttir voru settar í glugga Turnsins nokkuð mörg ár eftir stríð, sagði Þórarinn [Þorsteinsson – Tóti í Turninum].“ Ekki er vitað hve margar myndir Þorlákur tók en í eigu Ljósmyndasafns Íslands eru 30 glerplötur, að- allega mannlífsmyndir úr Vík í Mýrdal og nágrenni. Í eigu minni eru um 65 glerplötur og Byggðasafn Vestmannaeyja á óþekkt magn glerplatna, en ekki er vitað hve margar plötur fóru þangað þar sem þeim var ekki haldið sér í safninu né Þorlákur skráður höfundur myndanna. Byggðasafnið í Skógum á einnig myndir úr safni Þorláks. Árið 1951 fékk Ólafur Jónsson úr Vík í Mýrdal lánaðar plötur úr safni Þorláks, en örlög- in höguðu málum þannig að glerplöturnar fóru með skipi til lands og komust þær á leiðarenda, en Ólafur sjálfur fór með flugi en flugvélin fórst yfir Faxaflóa. Vegna fráfalls Ólafs rugluðust plötur Þorláks saman við plötur Ólafs og er ekki nákvæmlega vitað hvor á hvað. Reyndar var Ólafur farmaður og tók lítið af myndum í Vík, svo hugsanlega eru elstu myndirnar úr Vík sem í safni hans eru, komnar frá Þorláki. Um þetta er þó erfitt að fullyrða nokkuð. Þorlákur vann aldrei við sína ljósmyndun á stofu og eru flestar mynda hans teknar úti við, af fólki við störf eða af húsum í sveitinni. Því eru þetta merki- legar mannlífsmyndir sem hann hefur tekið og lýsa aldarfari mjög vel. Við mundum kalla margar þessara mynda tækifærismyndir, eða „snapshots“ á erlendum málum nú til dags. Nokkrar mynda hans eru af fjöl- skyldu hans, konu og börnum. Hann virðist einnig hafa stundað nokkuð að taka eftir myndum annarra einhverra hluta vegna. Skemmtileg ritdeila átti sér stað milli þeirra fé- laga og góðra kunninga, Kjartans Guðmundssonar ljósmyndara og Þorláks Sverrissonar í Morgunblað- inu árið 1919. Þann 21. janúar það ár undir dálknum Dagbókin birtist lítil tilkynning meðal annarra til- kynninga þar sem Kjartan Guðmundsson kynnti sýn- ingu á myndum sem hann hafði tekið í Kötlugosinu og var tilkynningin svona: Myndir frá Kötlugosinu, teknar austur í Mýrdal meðan gosið var sem mest, eru til sýnis í gluggum Ísa- foldarprentsmiðju í dag. Eru það hinar einu myndir, sem til eru af gosinu – og einu ljósmyndirnar, sem til eru af eldgosum á íslandi. Tvær myndir eru þar af íshrönnunum á Mýrdalssandi, þá er hlaupið var um garð gengið, og eru þær allhrikalegar. – Myndir þessar eru til sölu, og geta þeir sem vilja pantað þær á skrifstofu Morgunblaðsins (Mbl. 21. jan. 1919). Þorlákur var ekki sáttur við auglýsinguna og svar- aði í mars sama ár undir fyrirsögninni Kötlugosið: 92 JÖKULL No. 71, 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.