Jökull


Jökull - 01.01.2021, Blaðsíða 98

Jökull - 01.01.2021, Blaðsíða 98
Guðrún Larsen og Þórdís Högnadóttir Myndir Þorláks voru teknar á ýmsum tímum með- an á gosinu stóð, eins og hann sagði sjálfur í Morgun- blaðinu 18. mars 1919, bls. 3: “... eg var hér sá eini ljósmyndari í Mýrdal, sem tók myndir af þessu gosi, frá byrjun til enda, og fylgdist með öllum breytingum á meðan gosið stóð yfir ...“. Þetta var stór fullyrðing hjá Þorláki, en hana má til sanns vegar færa eins og sýnt verður fram á hér á eftir. Myndir Þorláks ná yf- ir stóran hluta af Kötlugosinu 1918 og gefa allt aðra mynd af gosinu en myndir Kjartans Guðmundssonar, sem best eru þekktar, en þær voru allar teknar undir lok gossins, flestar 2. nóvember. Myndir Þorláks sýna breytileika gosmakkarins – og gossins – frá því að vera kröftugur gosstólpi yfir í aðgerðalítinn gufumökk. Þær sýna dökka gosmekki vofa yfir Höttu og húsaþökum í Vík, hugsanlega í að- draganda gjóskufalls yfir Vík eða nágrenni. Þær stað- festa einnig að tvö aðgreind gosop eða tvær sprungur voru virkar samtímis, a.m.k. um tíma, þegar tveir að- greindir gosmekkir sáust yfir jöklinum. Myndir Þorláks af ísgljúfri í Kötlujökli og hlaup- farvegum með vatni sunnan Selfjalls eru þær einu sem teknar voru – eða sést hafa – af þessum fyrirbærum. Þær staðfesta lýsingar á ísgljúfrinu og aðstæðum þar. Mynd Þorláks af jökulhrönninni við Selfjall var tekin í október, fljótlega eftir að hún settist til og var ennþá að hluta á kafi í öðrum framburði. Meginvatnið rann þá fram milli Selfjalls og Hafurseyjar en Múlakvísl hafði grafið sér farveg gegnum hrönnina. Því miður eru myndir Þorláks ekki dagsettar en hægt er að leiða rök að dagsetningum margra þeirra með hliðsjón af frásögnum af gosinu. Notagildið er tvíþætt, myndirnar bregða ljósi á og styðja lýsingar á gosmekkinum og þar með gosinu og breytileika þess með tíma. Í umfjölluninni hér á eftir er sjónarhornið á gos- mökkinn eingöngu frá Vík og næsta nágrenni (1. mynd). Einkum er stuðst við lýsingar Guðgeirs Jóhannssonar (1919) frá degi til dags á gosmekki, gjóskufalli og veðri á gostímanum. Einnig er stuðst við skýrslu Gísla Sveinssonar (1919) en hún er sam- antekt úr fleiri frásögnum og lýsir engum smáatriðum. Þar sem lýsingum ber ekki saman er stuðst við dagbók Guðgeirs. Hér verður aska notuð í stað gjósku þegar gosefni eru nefnd, í samræmi við lýsingar Guðgeirs. Kötlugosið 1918 stóð frá 12. október til 3. eða 4. nóvember og kom í tveim meginhrinum með ákafri sprengivirkni og gjóskufalli. Sú fyrri var 12. til 14. og sú seinni 22. til 25. október. Frá 15. til 21. októ- ber var virknin minni og einnig eftir 26. október þótt myndarlegir gosmekkir sæjust öðru hverju, síðast 2. nóvember. Jökulhlaupið fyrsta daginn var tvískipt. Í fyrsta þætti þess braust hlaupið upp úr Kötlujökli innan við jökuljaðarinn og flæddi fram um Múlakvísl og Sandvatnsfarveg að vestanverðu, en að austanverðu um Leirá, Skálm, Kælira og Kúðafljót. Meginhlaup- ið braust síðan fram undan jaðri Kötlujökuls og rann fram um Sandvatnsfarveg. LJÓSMYNDIR ÞORLÁKS AF GOSMEKKI KÖTLU Í OKTÓBER OG NÓVEMBER 1918 Hér á eftir er myndum Þorláks lýst í líklegustu tímaröð, eins og hægt er að ráða hana af því hvernig þeim ber saman við lýsingar á gosmekki, öskufalli og aðstæðum í Vík á tímabilinu 12. október til 2. nóvem- ber 1918. Hægt er að útiloka myndatökur frá Vík í 9–10 daga af þeim 24 sem gosið stóð. Ekki var reynt að staðsetja ljósmyndarann nákvæmlega. Ef miðað er við útlit fjallanna, einkum Höttu, voru myndir af gosmekki séðum frá Vík og nágrenni teknar á 5 eða 6 dögum. Hafa þarf í huga að öskufall getur breytt ásýnd umhverfisins á stuttum tíma með því að sverta fannir. Myndir af hlaupfarvegi, ísgljúfrum og jaka- hrönn voru vafalítið teknar á einum og sama degi. Myndir frá 12. október? Ljósmyndirnar á 2. og 3. mynd (006 og 016), af mikl- um gosmekki sem ber yfir Höttu, gætu hafa verið teknar sama daginn. Viss líkindi eru með gosmekkin- um á þessum myndum og einnig eru snjóskaflar sem sjást í efstu brúnum Höttu alveg eins á myndunum. Ljósmyndin á 2. mynd var tekin yfir þök tveggja húsa, brattara ris á húsinu fjær og þar strompur á miðju þaki, en strompur er alveg vestast á húsinu nær. Símalínur og/eða rafmagnslínur, níu talsins, ber langs- um yfir þökin en þversum yfir þakið fjær ber sex línur. Húsin eru vestarlega í þorpinu og eru nú Víkurbraut nr. 30c og 28 (Brydebúð, Kristín U. Sigurðardóttir, 2019). Milli húsþakanna á 2. mynd glittir í snjóskafla 96 JÖKULL No. 71, 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.