Úrval - 01.08.1947, Page 5

Úrval - 01.08.1947, Page 5
MOZART — TÖFRAMAÐUR I TÓNHEIMUM 3 Hin þreytandi ferðalög með skröltandi póstvögnum á forug- um vegum og gisting í lélegum gistihúsum fengu ekki bugað glaðlyndi hans og lífsgleði. Oft kom fyrir að áheyrendurnir neituðu að fara, og Wolfgang, sem gjarnan vildi gleðja þá, hélt áfram að leika. Hann samdi ný lög án afláts, leikandi tóna, sem rigndi yfir áheyrendurna eins og vorregn yfir blóm. Og hann hætti ekki fyrr en faðir hans stöðvaði hann; hinir tignu gest- ir, karlar og konur, hylltu hann, klöppuðu honum og kysstu hann, en ekkert af þessu hafði spillandi áhrif á hinn náttúrlega yndisþokka hans. Samt var alltaf tap á þessum hljómleikaferðum. Hinir tignu áheyrendur höfðu fyrir sið að borga í dýrindis tóbaksdósum, skóspennum og minjagripum. Mozart gamli tók við öllu þessu með bugti og beygingum, og lagði svo af stað að nýju til að vinna fyrir kvöldmatnum ann- arsstaðar. Flann var eini kennari sonar síns. Wolfgang gekk aldrei í skóla, en hann gaf sig óskiptur og af ákafa að hvers konar námi. Einkum hafði hann yndi af stærðfræði, og hann krotaði tölur á borð og veggi, fullur að- dáunar á þessari göfugu vís- indagrein, þar sem aðeins var eitt rétt og tæmandi svar við sérhverri spurningu. Það er vís- bending um, hvers vegna tónlist hans er svo skýr og rökrétt. En hún er einnig lífsglöð, blíð og unaðsrík — jafn fróandi og hún er auðskilin. Sumum samtíðarmönnum Mozarts fannst tónlist hans of „nýtízkuleg.“ En í eyrum okk- ar hljómar verk eftir Mozart — jafnvel í fyrsta skipti — eins og við höfum þekkt það og elskað alla okkar æfi. Það er af því að Mozart hefir haft geysileg áhrif á þau tónskáld, sem komu á eft- ir honum. Beethoven gerði sér mikið far um að kynnast verk- um hans náið, og Haydn sýndi hinum unga vini sínum þann heiður að líkja eftir honum. Chopin var gegnsýrður af anda Mozarts, og á banasænginni sagði hann: „Leikið Mozart til minningar um mig.“ Jafnvel hinn stolti Wagner beygði sig í auðmýkt fyrir honum. Og margt í hinum glaðværu völsum Strauss og heillandi sönglögurn Schuberts má rekja til hinnar heiðtæru tónlistar Mozarts. Lögin spruttu fram undan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.