Úrval - 01.08.1947, Síða 57

Úrval - 01.08.1947, Síða 57
NÝ LlFGUNARAÐFERÐ 55 Þetta er álíka mikið og við venjulega öndun. Aðferðin er nothæf, vegna þess að þindin starfar, enda þótt maðurinn sé hálfmeðvitundarlaus. En dr. Eve var ekki ánægður með þetta. Hann vildi vita, hvaða áhrif aðferðin hefði á drukknaðan mann. Hann gerði tilraunir á manni, sem var ný skilinn við, og því ekki stirn- aður. Niðurstaðan var ákaflega eftirtektarverð — með Schaef- eraðferðinni var ekki hægt að dæla nema 30 rúmsentimetrum af lofti í lungu dána mannsins. Það er ekki V15 af því loft- magni, sem hægt er að dæla með sömu aðferð í lungu manns, sem hefir meðvitund. Tilraunirnar sýndu ljóslega, hversvegna það reyndist svo erfitt, að lífga drukknaða menn með Schaeferaðferðinni; aðferðin var ónothæf nema í vægustu tilfellum. Með svo litlu loftmagni var ómögulegt að lífga nokkurn mann. í meira en 35 ár hafði læknavísindunum sézt yfir þá staðreynd, að að- ferðin við lífgun drukknaðra var byggð á þeirri röngu for- sendu, að þindin starfaði á sama hátt eftir dauða eða drukknun og hún gerði í lifandi lífi. Það er rétt að geta þess hér, að Schaeferaðferðin getur gefið góðan árangur, þegar lífga þarf menn, sem orðið hafa fyrir gas- eitrun eða fengið hjartabilun; í slíkum tilfellum lamast þind- in ekki eins mikið. Tilraunir dr. Eves leiddu í Ijós, að Silvester öndunaraðferðin gefur betri árangur en Schaeferaðferðin. Silvesteraðferðin er fólgin í því, að armarnir eru teygðir út og þrýst að brjóstinu á víxl og veldur þetta breytingu á stærð brjóstholsins. En sjúklingurinn liggur upp í loft og er því hætta á, að tungan sigi ofan í kokið og stífli það, og þarf þá annan björgunarmann til þess að ná henni upp. Ruggaðferð Eves er laus við þessa ágalla, og kemur að not- um, hvort sem þindin er lömuð eða ekki. Aðferðin er í fáum orðum þessi: Hinn hálfdrukknaði maðirn er lagður á grúfu á sjúkrabör- ur og öklarnir og úlnliðirnir bundnir við handföngin — handleggirnir teygðir út frá líkamanum, fram fyrir höfuðið. Börurnar eru settar á ,,búkka“ um 85 cm háan. Einnig má hengja þær í vírlykkju og tíð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.