Úrval - 01.08.1947, Qupperneq 65
LIÐSFORINGINN OG VINNUKONAN
63
Fleiri umsóknir bárust ekki.
Randall liðsforingi svaraði
strax.
Kæra ungfrú Root!
Ég þakka bréf yðar. Líklega væri
bezt, að þér töluðuð um þetta við
mig'. Það eru fleiri umsækjendur. Ég
verð heima fyrir hádegi á sunnudag.
Henry Randall (liðsforingi).
Á föstudag kom svarið:
Kæri herra Randall (liðsforingi)!
Get því miður ekki komið á sunnu-
dag. Það er kirkjuhátíð hjá okkur.
Byrja mánudagsmorgun, eins og um
hefir verið samið.
Lily Root (frú).
Randall liðsforingi svaraði:
Kæra frú Root!
Þar sem þér eigið óhægt með að
hitta mig á sunnudagsmorgun, þá ger-
ið svo vel og sendið mér meðmæli frá
seinasta vinnuveitanda.
H. Randall.
Þegar Henry kom heim á
mánudagskvöld, fann hann miða
á eldhúsbekknum. Til öryggis
hafði blái bollinn með brotna
haldinu verið látinn ofan á
hann.
Kæri herra Randall!
Kom til vinnu kl. 8 f. h., eins og
um var talað, en þér voruð farinn á
skrifstofuna. Ég sagði húsverðinum,
að ég væri nýja vinnukonan, svo að
hann fékk mér lykilinn yðar.
Önnur svertingjastúlka kom kl. 9
f. h., en hún fór aftur.
Hefi hreinsað til í herbergjunum.
Keypti: 6 egg 25 cent
Flesk 11 —
Brauð 7 —
Kaffi 52 —
Sódavatn, 2 fl. 30 —
Skósvertu .... 10 —
2 sápustykki .. 16 —
Salernispappír 10 —
1.61 dalir
Þér skuldið mér 1.61 dal og
skömmtunarmiða fyrir fleskið.
Lily.
Henry leitaði uppi húsvörð-
inn. Einu upplýsingarnar, sem
hann gat fengið um Lily, voru,
að hún væri allra bezta stelpa.
Áður en hann fór á þriðjudags-
morgun, reit hann henni miða
og skildi hann eftir undir bláa
bollanum með brotna haldinu:
Frú Root!
Miðinn, sem þér skilduð eftir á eld-
húsbekknum, var mér sannast að
segja undrunarefni. Húsvörðurinn fór
hreinlega út fyrir sinn verkahring, er
hann hleypti yður inn í íbúðina án
míns leyfis.
Samt ætla ég að taka yður til
reynslu, ef þér sýnið sæmileg með-
mæli. Gerið svo vel að koma me3
þau á þriðjudag eða miðvikudag.
Skiljið þau eftir á eldhúsbekknum,
þar sem ég þarf að mæta til vinnu
kl. 7 f. h. allan þenna mánuð. Ég
kem heim kl. 5 e. h. Ef til vill væri
bezt, að þér biðuð komu minnar.