Úrval - 01.08.1947, Side 81

Úrval - 01.08.1947, Side 81
LOCH NESS SKRlMSLIÐ 79; 1936 tuttugu sinnum, og árið 1937 fjórtán sinnum. 1 ársiok 1938 voru þeir orðnir yfir þús- und, sem kváðust hafa séð það. Meðan á stríðinu stóð, heyrð- ist lítið af „skrímslinu“. En 15. maí 1945 sá W. H. Lane, höfuðs- maður, „skrímslið“ geysast áfram eftir vatninu „eins og tundurskeyti“, en hann hafði áður talið, að „skrímsiið“ væri ekki annað en trédrumbur á reki. Og enn sást ,,skrímslið“ í aprílmánuði síðast liðnum, og var það MacKillop, sýslunefnd- armaður í Inverness-sýslu, sem var sjónarvotturinn. McKiílop skýrði frá sýn sinni á næsta sýslunefndarfundi. Hann kvaðst hafa séð „skrímsl- ið“ synda þvert yfir vatnið; það glitti á skrokk þess í sólskininu, og hausinn og einn hnúðurinn sást greinilega. # Það er erfitt að bera allar þessar sagnir til baka. Ef mað- ur spyr um atriði, sem liggja í augum uppi, fær maður góð og gild svör. Hvernig getur t. d. svona risa- vaxin skepna lifað og dulizt um langan tíma í stöðuvatni, sem hefir ekki annað afrennsli en smáársprænu? Svarið við þessari spurningu er á þá leiö, að meðaldýpið á miðju vatninu er um 150 metrar og mesta dýpi 225 metrar, og auk þess er vatnið þrjátíu og sjö km. langt. Heil hvalatorfa gæti lifað í djúpi vatnsins, án þess að nokk- ur yrði þess var, þ. e. a. s. ef hvalirnir þyldu þrýstinginn. Á hverju lifir „skrímslið" ? Það er ekki auðvelt að svara þessari spumingu á fulínægj- andi hátt. Kjötæta er það að minnsta kosti ekki, því að ekki hefir verið saknað fénaðar, sem er á beit við vatnið. Og ekki virðist það heldur íeggjast á sil- unginn í vatninu, því að ekki, virðist hann fara þverrandi. Sumir eru þeirrar skoðunar, að „skrímslið" lifi á einhverjum botngróðri, er vex á miklu dýpi. En hvernig stendur á því, að „skrímslið“ fór allt í einu að láta á sér bera árið 1933, eftir að hafa dulizt um langt skeið? Svarið er á þessa leið: Á árun- um 1931—34 var lagður nýr vegur meðfram vatninu. Þús- undir smálesta af klettum voru sprengdar með dynamiti og grjótinu rutt út í vatnið. „Skrímslinu“ brá svo við þenn- an stöouga grjótruðning, að það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.