Úrval - 01.08.1947, Blaðsíða 81
LOCH NESS SKRlMSLIÐ
79;
1936 tuttugu sinnum, og árið
1937 fjórtán sinnum. 1 ársiok
1938 voru þeir orðnir yfir þús-
und, sem kváðust hafa séð það.
Meðan á stríðinu stóð, heyrð-
ist lítið af „skrímslinu“. En 15.
maí 1945 sá W. H. Lane, höfuðs-
maður, „skrímslið“ geysast
áfram eftir vatninu „eins og
tundurskeyti“, en hann hafði
áður talið, að „skrímsiið“ væri
ekki annað en trédrumbur á
reki. Og enn sást ,,skrímslið“ í
aprílmánuði síðast liðnum, og
var það MacKillop, sýslunefnd-
armaður í Inverness-sýslu, sem
var sjónarvotturinn.
McKiílop skýrði frá sýn sinni
á næsta sýslunefndarfundi.
Hann kvaðst hafa séð „skrímsl-
ið“ synda þvert yfir vatnið; það
glitti á skrokk þess í sólskininu,
og hausinn og einn hnúðurinn
sást greinilega.
#
Það er erfitt að bera allar
þessar sagnir til baka. Ef mað-
ur spyr um atriði, sem liggja í
augum uppi, fær maður góð og
gild svör.
Hvernig getur t. d. svona risa-
vaxin skepna lifað og dulizt
um langan tíma í stöðuvatni,
sem hefir ekki annað afrennsli
en smáársprænu? Svarið við
þessari spurningu er á þá leiö,
að meðaldýpið á miðju vatninu
er um 150 metrar og mesta
dýpi 225 metrar, og auk þess er
vatnið þrjátíu og sjö km. langt.
Heil hvalatorfa gæti lifað í
djúpi vatnsins, án þess að nokk-
ur yrði þess var, þ. e. a. s. ef
hvalirnir þyldu þrýstinginn.
Á hverju lifir „skrímslið" ?
Það er ekki auðvelt að svara
þessari spumingu á fulínægj-
andi hátt. Kjötæta er það að
minnsta kosti ekki, því að ekki
hefir verið saknað fénaðar, sem
er á beit við vatnið. Og ekki
virðist það heldur íeggjast á sil-
unginn í vatninu, því að ekki,
virðist hann fara þverrandi.
Sumir eru þeirrar skoðunar, að
„skrímslið" lifi á einhverjum
botngróðri, er vex á miklu dýpi.
En hvernig stendur á því, að
„skrímslið“ fór allt í einu að
láta á sér bera árið 1933, eftir
að hafa dulizt um langt skeið?
Svarið er á þessa leið: Á árun-
um 1931—34 var lagður nýr
vegur meðfram vatninu. Þús-
undir smálesta af klettum voru
sprengdar með dynamiti og
grjótinu rutt út í vatnið.
„Skrímslinu“ brá svo við þenn-
an stöouga grjótruðning, að það