Úrval - 01.08.1947, Page 87
VATNSRÆKT
85
líffræðiprófesssorirm, að hann
skyldi ekki unna sér hvíldar,
fyrr en hann hefði fært óhrekj-
andi, tölulegar sannanir fyrir
kostum vatnsræktar umfram
jarðrækt. Og fimm ára reynsla
hefur fært honum sannanir,
sem jafnvel hann sjálfur
undrast.
Hann heldur því nú fram, að
10 menn, sem hafa 4000 fer-
metra undir vatnsrækt hver,
geti ræktað nóga garðávexti og
og grænmeti handa 8000 manna
bæ allt árið um kring. Á til-
raunastöð dr. Spessards eru tvö
steypt ker, 16,5 X 1,2 metrar að
stærð og 20 cm djúp. Helming-
inn af öðru kerinu hefir hann
undir gleri til þess að geta alið
upp plöntur að vetrinum. Af
þessum kerum hefir hann fengið
5000 kg af tómötiun á tæpum
sex mánuðum.
Dr. Spessard „elur“ plöntur
sínar á vatni, sem uppleyst eru
í „þau tíu frumefni, sem sérhver
planta þarfnast til að geta
lifað“: bór, caieiurn, járn,
mangan, natríum, köfnunarefni,
fosfór, brennisteinn, kalíum, og
magnesíum. Hinar ýmsu plöntu-
tegundir þurfa misjafnlega
mikið af einstökum efnum, og
er það mjög mikilvækt atriði
í sambandi við vatnsræktina,
að hægt er að gefa hverri ein-
stakri plöntutegund efnin blönd-
uð í réttu hlutfalli og tryggja
þannig að engin planta líði efna-
skort.
Til dæmis er talið að bór hafi
sömu þýðingu fyrir plöntumar
og matarsalt fyrir mennina.
Ef það er gefið í hæfilegum
skammti, er það heilsugjafi,
en ef gefið er of mikið eða of
lítið af því, þá veldur það
sjúkdómi eða dauða. Blaðmiklar
plöntur þurfa meira calcíum en
aðrar, og meira á sólarlausum
dögum en sólbjörtum.
Jám þarf til þess að blað-
grænan geti myndast; mangan
hefir áhrif til bóta á bragð
ávaxta og eykur geymsluþol
þeirra, en það er eitur fyrir eina
tegund plantna: maísinn.
Allar plöntur þurfa natríum
til að geta þrifist; köfnunarefni
og fosföt eru byggingarefni
plantnanna; brennistemninn
byggir upp eggjahvítuefnin og
kaiíurn sykur og línsterkju.
En meginkostur vatnsræktar-
innar er ef til vill sá, að hún
gerir plönturnar óháðar eða
ónæmar fyrir þrem erkióvinum
bóndans: veðrinu, skordýrunum
og sjúkdómum.