Úrval - 01.08.1947, Side 97
ÞRÓUN í FORTlÐ OG FRAMTÍÐ
95
Það er nauðsynlegt, að kynin
skilji hvort annað, en það kann
að vera félagsiega æskilegt, að
nokkur munur sé á vitsmuna-
og tilfinningalífi kynjanna.
Framangreindar niðurstöður
mínar eru þá í stuttu máli, að
á síðustu miljón árum hefur
þróun mannsins miðað í þá átt,
að heili hans og heilastarfsemi
hefur vaxið, þroskatíminn
lengst og margbreytileiki ein-
staklinganna aukizt. Ég tel Iík-
legt, að þessi þróun sé æskileg,
en tel of snemmt að kveða upp
úrskurð um hvort viðhald ólíkra
kynþátta og minnkandi mismun-
ur kynjanna sé æskilegt.
En þó að jákvæðar niður-
stööur séu ekki fleiri en þetta,
gefa þær nægilegt tilefni til í-
hugunar. Ef það kæmi t. d. í
ljós, að meoalgáfur fimmtán
ára gamaila unglinga í Englandi
hefðu minnkað, og að orsökin
væri ekki breyttar aðstæður,
gæti hún verið annað tveggja
sú, að gáfur þjóðarinnar í heild
væru að minnka, sem væri
slæmt, eoa að ungLingarnir væru
seinþroskaðri, en næðu jafn-
miklum, eða meiri þroska, sem
væri æskilegt.
En hvað eigum við að gera til
að beina þróuninni í æskilega
átt? Ég veit það ekki. Kynbóta-
tilraunir á húsdýrum koma
okkur að litlu gagni. Þær hafa
miðað að því að rækta mjög ein-
hæfa eiginleika, og við það hafa
glatast aðrir eiginleikar, sem
væru æskilegir við önnur skil-
yrði. Mjóhundurinn hefur t. d.
að miklum leyti glatað þefnæmi
sínu og f járhundurinn er óhæfur
til að vera kjölturakki í stór-
borg. Auk þess ætti forsaga
mannsins eins og hún birtist í
jarðsögunni ao hvetja okkur til
varkárni. Ef einliver aðili með
svipaða þekkingu og við höfum
nú, hefði verið beðinn að velja
úr. hópi hryggdýranna snemma
á þróunarskeiði þeirra þær teg-
undir, sem hann teldi þroska-
vænlegastar, tel ég mjög vafa-
samt, að hann hefði vaíið þær,
sem maðurinn er kominn út af,
því að mestan hluta síðustu
250 ármiljónanna voru þær
næsta litlar og ekki líklegar til
mikilía afreka. Ef við virðum
fyrir okkur fyrstu spendýrin,
gæti maður freistazttilaðdraga
saman sögu þróunarinnar í
eina setningu: „Sælir eru hóg-
værir, því að þeir munu landið
erfa“.
Eftir alla þessa fyrirvara
held ég, að við getum byrjao.