Úrval - 01.04.1953, Blaðsíða 16
1-1
ÚRVAL
halda slíkt út dag eftir dag. Og
þann eldmöð á Milosav til að bera.
Hann er hreykinn af bændunum, for-
feðrum sínum, og sættir sig við
erfiðið og hin þröngu kjör. Á heim-
ili hans er einn olíulampi, einn ofn,
engin vatnsleiðsla, mataræðið ein-
falt, og laimin hrökkva aðeins fyrir
brýnustu nauðsynjum og sígarettum.
En hann tengir vonir sínar, eldmóð
og metnað við framtíðina. Sá tími
kemur, að samyrkjubúið hans eign-
ast fleiri vélar. Ef til vill verður
hann þá áhrifameiri. Sem stendur
helgar hann sig allan vinnu, félags-
starfsemi og því hlutverki að „bæta
hag þjóðar minnar". Hann fylgist
með gangi heimsmálanna í útvarp-
inu, og hlustar meðal annars á Eng-
land, en aldrei á Moskvu. „Maður
veit, hvaðan þaðan kemur, áður en
opnað er.“
Italía.
Antonía Archi-
diacono hafði það
i gegn að komast
til Rómaborgar
frá Sikiley tii að
læra kvikmynda-
leiic. Hún er heit-
trúuð og segir:
Trú verður ekki
lærð, annaðhvort eru menn trúaðir
eða ekki. Antónía er trúuð.
Faðir hennar, sem var sjóliðsfor-
ingi, var því andvígur, að hún tæki
upp sjálfstætt lífsstarf. En móðir
hennar, sem einu sinni vildi verða
leikkona, tók hennar málstað, og það
reið baggamuninn. Sambúð Antoníu
við fjölskylduna er góð. Það var
ánægjulegt og hamingjusamt heimili,
sem framþrá hennar knúði hana til
að yfirgefa.
Hún var alin upp í aðdáun á Mússó-
lini. Meðan loftárásirnar á Sikiley
stóðu yfir, þjáðist hún oft af hungri
og ótta, og eitt sinn gerði hún að
sárum amerisks hermanns. Þó að hún
sé stolt af eindurreisn Italíu eftir
striðið, hefur hún lítinn áhuga á
stjórnmálum, er þó helzt vinveitt
Kristilegum demókrötum og S.Þ. Hún
hefur andúð á Frökkum, sem hún
telur svikara við hinn rómanska upp-
runa sinn, og hatar Tító og kommún-
ismann. Einu sinni sleit hún kunnings-
skap við pilt, af því að hann var
kommúnisti. Hún vonast til að eigin-
maðurinn verði bandrískur og vill
eignast fjögur böm.
Brazilía.
Walter Pedro da
Fonseca í Ríó de
Janeiró er ekki
sérlega marg-
brotin persóna.
Hann hefur á-
huga á flugi,
íþróttum og kon-
um. Víðari er
sjónhringur hans ekki. Hann hefur
óljósa hugmynd um, að hann geti
málað, en það hafa börn líka.
Walter er ekkert nema frumstæð
lífsorka — þegar hann er ekki að
fljúga, þá er hann við knattleika,
og ef hann er ekki á knattleikum,
er hann að daðra við stúlkur. Það
er það líf, sem honum líkar. Hann