Úrval - 01.04.1953, Blaðsíða 20
18
ÚRVAL
Verkamannaflokkinn eða Frjálslynda.
Hann álítur, að Noregur muni verða
mikið iðnaðarland, og Norðmenn
séu á réttri leið með að hagnýta
auðlyndir landsins og vatnsföll.
Hann er þess fullviss, að ástand
Evrópu muni batna, og hver minnsti
árangur, sem næst í samningum
milli austurs og vesturs, eflir bjart-
sýni hans.
Þýzkaland.
1 fari Gerðu
Schwemmer eru
ríkar andstæð-
ur. Hún er ólg-
andi af hreysti
og þrótti íþrótta-
mannsins, en
hún er líka í
essinu sinu á
listamannaknæpum borgarinnar.
Þó að hún iðki Iþróttir af áhuga,
elur hún með sér næstum sjúklegt
vonleysi um framtíðina. Þetta kann
að nokkru leyti að stafa af þvi, að
hún vinnur í morðmáladeild lögregl-
unnar í Múnchen. Framtið heimsins
lætur hún sig engu skipta. Það er
aðeins framtíð Gerðu, sem þýðingu
hefur. Hana langar til að vinna hjá
útvarpinu i Bajern. „Ég brýt ekki
heilann um þjóðfélagsmál, nema þau
komi mér sjálfri við,“ segir hún með
þýzkri hreinskilni. Hún horfist
í augu við ófriðarhættuna með upp-
gjöf hins sigraða. „Það er ekkert,
sem ég get gert eða ætia að gera
til að hindra strið." Hún er kald-
hæðin I garð S.Þ., sér ekki að þær
hafi neinn vilja til einlægs samstarfs.
„Þær munu ekki vinna saman leng-
ur en þær hafa sömu hagsmuna að
gæta.“ Hún hefur hvorki til að bera
trú, skyldurækni né fórnfýsi. Á með-
an mannkynið stefnir ótvírætt til
glötunar, eyðir hún hinni þrotlausu
lifsorku sinni til að skemmta sér.
I-Iún lætur foreldra sina í engu ráða
yfir sér, svo sem vænta mátti um
stúlku af hennar tagi. Hún sér ekk-
ert við það að athuga, þó að fólk
hafi kynferðismök, áður en það gift-
ist, og vonar að sá maður, sem hún
giftist, verði ekki hreinn sveinn. 1
svörum sínum reynir hún að skella
skuldinni á stríðið fyrir hina undar-
lega útbreiddu gremju og vonleysi.
Hún var sjónarvottur að eyðileggingu
striðsins, og vera má, að þokki henn-
ar og trú hafi glatazt við það.
Bandarfldn.
Tad Kostrubala
er 21 árs að aldri
og ólst upp í út-
hverfi Chicago.
Hann naut allra
þeirra þæginda,
sem auðugt mið-
stéttarfólk í
Bandaríkjunum
getur veitt einkasyni sinum. Stríð-
ið hafði mikil áhrif á bernsku hans,
eins og japanska stúdentsins Suma,
en Tad er ekki barn ósigursins, eins
og hann. Hans ytri heimur haggað-
ist ekki, lífsviðhorf hans varð ekki
fyrir neinum skakkaföllum. Hann
viðurkennir t. d., að engir stjórn-
málaviðburði hafi haft sérstök áhrif
á sig. Hann er að mörgu leyti gott