Úrval - 01.04.1953, Page 108

Úrval - 01.04.1953, Page 108
106 ÚRVAL Á kvöldin sat hann yfir kaffi •og koníaki, og Lucia sat hjá hon- um og fékk sér glas af víni. Þau dönsuðu einn dans, tvo dansa. Svo færði hún sig yfir að borði Maríu og Georgette, dansaði við aðra, hvarf. Öðru hvoru stungu María og Georgette sam- an nefjum, brostu, horfðu á hann. Lucia var mjög vingjamleg. Hún spurði: „Hve lengi verðið þér hér?“ „Næstum út þennan mánuð." „Svo? Ekki lengur? Það var leiðinlegt ...“ Hún sagði þetta gremjulega og var fljótmælt. „En hversvegna burfið þér að fara? Líkar yður ekki vel hér?“ „Mjög vel,“ sagði hann, „en ég verð að fara heim vegna starfs míns.“ „Uss ... Þér hljótið að geta fengið vinnu hérna í París. Er ekki nóg vinna hér? Hvað starf- ið þér heima í landinu yðar?“ „Ég er kennari,“ sagði Ste- fansen lektor. „Einmitt það, kennari? En þér hljótið að geta gert eitthvað annað? Er það þá svona miklu betra heima hjá yður?“ „Nei, ekki miklu betra.“ „Nú, þá verðið þér áreiðan- lega kyrr hér,“ sagði hún ákveð- in. „Við skulum dansa. Hvað heitið þér eiginlega ? Ættarnafn- ið yðar er nefnilega alveg ó- mögulegt." Páll .“ „Páll? Það var auðvelt. Af liverju dansið þér bara við mig ? Hér er svo mikið af fallegum stúlkum.“ „Af því að mér fellur svo vel við þig. Þú ættir ekki að vera hér, Lucia.“ „Hvar ætti ég annars að vera? Byrjarðu nú aftur á sömu vit- leysunni. Við skulum dansa. Ég hef gaman af að dansa við þig. Þú dansar vel. Ertu giftur?“ Hún leit upp til hans brúnum spyrjandi augum. Hann lagði handlegginn utan um hana og þau dönsuðu í þvögu af dans- andi fólki. Það var eins heitt og í gróðurhúsi. Fatlaði maður- inn lék Quand l’amour ... Hún var fislétt. „Nei,“ sagði hann, „nei, ég er ekki giftur. Af hverju spyrðu að því?“ „O, maður spyr svona um ... um allt mögulegt.“ Að afloknum dansinum fór Stefansen lektor í hina venju- legu kvöldgöngu sína. Seinna, þegar hann lá í litlu herbergis- kytrunni og starði upp í loftið, heyrði hann óljóst að fatlaði maðurinn var að hamra á pía- nóið. „Nú er nóg komið,“ sagði hann upphátt. „Allt er bezt í hófi.“ Kvöldið eftir fór hann í bíó, næsta kvöld, laugardagskvöld, sat hann með ungum Dana, Möller, starfsmanni á ferða- skrifstofu, á svölum skrautlegs veitingahúss og horfði á mann- grúann á breiðstrætinu. Þeir drukku báðir kaffi og koníak. Möller sagði, að það væri skort- ur á ungum og velmenntuðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.