Úrval - 01.04.1953, Page 70

Úrval - 01.04.1953, Page 70
68 TjTRVAL vasri mótuð af meiri nákvæmni. Ég ætla nú að reyna að móta þessa spurningu. Hún er í raun og veru mjög einföld: Á hin yfirvegaða andlega starfsemi upptök sín í heilanum og er henni stjórnað af honum, eða er hann aðeins tæki sem óefn- islegur hugur eða sál notar til að starfa með? Meðal þess, sem við meinum með andlegri starfsemi, eru hugsanir, óskir, ákvarðanir, minningar og stjóm hreyfinga okkar. Og spurningin er sú, hvort þessi fyrirbrigði eigi upptök sín í heilanum eða ein- hversstaðar annarsstaðar. Á sviði heimspekinnar skiptast menn einkum í tvo flokka um þetta atriði, þó að allir viður- kenni að vísu stjórn heilans yfir hreyfingum okkar. Og nú skal ég drepa lítillega á sjónar- miðin í málinu. Ef gengið er út frá því að hin andlega starfsemi eigi upp- tök sín í heilanum, þá er í rauninni tilgangslaust að gera greinarmun á „huga“ og „heila“. í þessu sjónarmiði er efnishyggjan ráðandi, því að þarna er allri hugsun og stjórn hugsanalífs fenginn staður í efnislegu líffæri — heilanum. Sé þetta sjónarmið rétt, þá er heilinn í grundvallaratriðum frábmgðinn rafeindareiknivél- um, sjálfvirkum katlaútbúnaði, öryggjum, umferðarljósum og öllum öðrum tækjum sem mað- urinn hefur búið til. Því það er enginn vafi á að öll þessi tæki skortir hæfileikann til slíkrar skapandi starfsemi. En ef heilinn er á hinn bóg- inn tæki, sem ekki býr yfir þessum sköpunarhæfileika, þá verðum við að gera ráð fyrir, að skapandi hugsana okkar og stjórnandi hreyfinga okkar sé eitthvað annað, eitthvað sem við köllum huga eða sál. Og ef þetta sjónarmið er hið rétta, þá verðum við að gera skíran greinarmun á heila og huga; og þá er ekki hægt að segja að við hugsum með heilanum. Þetta sjónarmið er andstætt efnishyggjusjónarmiðinu, því það gerir ráð fyrir að hugur- inn sé óefnislegt afl. Og þeir, sem aðhyllast þetta sjónarmið, hljóta einnig að vera þeirrar skoðunar, að heilinn sé í grund- vallaratriðum svipað tæki og rafeinda-reiknisvélarnar. Fylgjendur efnishyggjusjón- armiðsins hlytu þannig, ef þeir tækju málið til rökréttrar yfir- vegunar, að krefjast þess að gerður væri fullkominn grein- armunur á mannsheilanum og rafeinda-heilanum; þeir hlytu að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að sanna, að manns- heilinn sé alveg einstakur í sinni röð; ekki, eins og upp- finningar þær sem hér hafa verið nefndar, tæki hugsunar- innar, heldur sjálft upphaf hennar, skapandi hennar. Fylgjendur síðara sjónarmiðs- ins, hlytu hinsvegar að leggja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.