Úrval - 01.04.1953, Blaðsíða 34
32
■ORVAL
rit, en á því er naumast nokkur
vafi að klámrit þessa fólks hefðu
fjallað um sælkera og íburðar-
miklar máltíðir, og að ef eitt-
hvert okkar hefði lent meðal
þess, mundi sá hinn sami ekki
haf a botnað vitund á þessu pukri
með matinn. Aftur á móti mundi
oss hafa ofboðið hið feimnis-
lausa og opinskáa kynlíf sem
blómgaðist á torgum og gatna-
mótum, án þess að fólkinu fynd-
ist nokkuð við það að athuga.
Þessi saga er ekki eins fráleit
og hún kann að virðast, því að
á Nýju Guineu lifir enn í dag
kynflokkur við svipaðar sið-
venjur, samát hjá þeim er
nautnafyllra en samræði.
Tilgangur minn með þessari
frásögn er að vekja athygli á
því að hin eiginlega forsenda
klámritanna er afstaða vor til
kynlífsins, afstaða sem að öll-
um líkindum er ekki af líffræði-
legum toga spunnin, á með öðr-
um orðum ekki rætur í meðfædd-
um eiginleikum mannsins, held-
ur verður til fyrir þvingunar-
áhrif frá umhverfinu, á sama
hátt og líkþorn myndast af of
þröngum skóm. Hvað valdið hef-
ur bví að þessi hefur orðið af-
staða vor til kynlífsins, er erfitt
að svara í stuttu máli, og ef til
vill verður því aldrei svarað til
fulls.
Og hverskonar fólk er það
svo, sem kaupir klámrit ? Að öll-
iun líkindum fyrst og fremst
æskufólk. Kynþorsti hinnar vax-
andi æsku er mikill, en eins og
samfélagi voru er háttað, er það
ekki æskilegt eða leyfilegt, að
hann fái alltaf svölun í eðlilegu
samlífi kynjanna. Stundum get-
ur því verið náttúrlegt að æsk-
an leiti sér kynæsingar eða jafn-
vel kynfróunar með því að lesa
klámrit eða skoða svonefndar
franksar ljósmyndir. Oft er
sjálfsagt einnig um að ræða
náttúrlega þörf til að afla sér
þekkingar á þessum málum. 1
öðrum flokki eru rosknir menn,
sem finna hvatir sínar blossa
upp að nýju, en geta af einhverj-
um ástæðum ekki fullnægt þeim
á eðlilegan hátt. 1 þriðja lagi
eru sálveilir menn, sem hafa
ekki getað leyst lífsvandamál
sín á fullnægjandi hátt, en hafa
orðið að láta sér nægja hálfa
lausn eða sýndarlausn og þjást
af þeim sökum af óró og kvíða
eða öðrum geðtruflunareinkenn-
um. Loks eru menn, sem þjást
af óeðli á sviði kynlífsins og
finna í draumheimi klámritanna
svölun þeim hvötum sem þeir
fá ekki fullnægt á eðlilegan hátt.
Og hvað finna svo þessir menn
í klámritunum? Hjá æskunni er,
eins og ég sagði áðan, kannski
mest um að ræða svölun náttúr-
legs kynþorsta, samfara forvitni
um mál, sem enginn vill fræða
hana um. Meðal sálveilla manna
eru margir sem hafa svo mikinn
beyg af veruleikanum, einkum á
sviði kynlífsins, að þeir hafa ekki
kjark til að mæta honum. Kyn-
hvöt þeirra verður einhvernveg-
inn að fá útrás og þá velja þeir