Úrval - 01.04.1953, Blaðsíða 39
KONUKAUP 1 AFGANISTAN
37
Þetta tal Múhammeðs um
verð og gæði var einna líkast
því sem hann væri að tala um
kaup á nýjum Cadillac, en í
hans augum var ekkert náttúr-
legra. Afganskir hjónabands-
siðir kunna að virðast villi-
mannlegir í augum vestrænna
manna, sem vanir eru að fá
konur sínar fyrir ekkert — eða
að minnsta kosti upp á afborg-
un — en Múhammeð benti mér
á að þetta væri aldagömul hefð
sem vissulega hefði sína kosti.
Samkvæmt lögum múhamm-
eðstrúarmanna eru hjónaskiln-
aðir eins auðveldir og hugsast
getur. Eiginmaður sem vill
losna við konu sína þarf ekki
annað en snúa sér að henni og
segja: „Talaq, talaq, talaq,“
sem þýðir: „Eg skil við þig, ég
skil við þig, ég skil við þig.“
Og þá er skilnaðurinn kominn
í kring.
Með því að konan er þá ekki
lengur „hrein eins og fjalla-
þeyrinn“ kann henni að reyn-
ast erfitt að ná sér í annan
biðil. En þá er það sem meher
— kaupverðið —• kemur til
sögunnar. Ef konan hefur ekki
hagað sér því verr, fær hún
kaupverð sitt, sem verið hefur
í vörzlu fjölskyldu hennar, og
getur það orðið henni mikil
stoð í leit að nýjum manni.
Stundum verða þessir skyndi-
skilnaðir þegar manninum
finnst hann hafa verið svikinn
— þannig að fegurð konunnar
hafi verið ýkt í hans eyru.
I Afganistan, eins og í flest-
um löndum múhammeðstrúar-
manna, er það jafnmikið blygð-
unarleysi ef kona tekur af sér
andlitsblæjuna í viðurvist ó-
kunnugs manns og ef amerísk
stúlka gengi nakin um fjöl-
farna götu.
Enn síður má kona taka af
sér andlitsblæjuna frammi fyr-
ir manni sem kemur til að
biðja hennar. Biðillinn verður
að láta sér nægja lýsingar á
fegurð hennar og kostum af
vörum föður hennar og miðlar-
ans. Undir eins og „kaupin“
hafa verið gerð er stúlkan lok-
uð inni í afskekktasta hluta
kvennabúrsins. Þar er hún fág-
uð og snyrt og frædd um list-
ina að þóknast eiginmanni sín-
um og veita reyndari systur og
frænkur þá fræðslu.
Giftingin fer fram hjá kaadi,
dómara. Brúðguminn og aðrir
karlmenn eru í einu herbergi
og brúðurin í öðru. Faðir brúð-
arinnar ber heitorð hennar á
milli. Og það er ekki fyrr en
að kvöldi brúðkaupsdagsins,
eftir að hún hefur verið flutt í
kvennabúr eiginmannsins, að
hún stendur loks frammi fyrir
honum og lyftir blæjunni bljúg
og undirleit.
Stundum er það mikil fagn-
aðarstund fyrir eiginmanninn,
en hún getur líka verið stund
sárra vonbrigða, ef eiginmann-
inum finnst hann hafa verið
blekktur. En þá getur hann
gripið til töfraorðsins „Talaq,