Úrval - 01.04.1953, Blaðsíða 23
SKOÐANAKÖNNUN
2:
rískum dægurlögum og æstri jass-
músik — t. d. King Cole-tríóinu, Duke
Ellington og Benny Goodman.
Hún segir hreinskilnislega: ,,Ég
hef engan áhuga á stjómmálum.“
Hún er aðlaöandi, skýr og vingjarn-
leg, en þegar hún er spurð um á-
hugamál sín, svarar hún: „Ég held
þau séu engin.“ Hálft í hvom langar
hana til að giftast Bandaríkjamanni.
Hún segir um hið auðvelda og bjarta
líf sitt í Ríó: ,,Ég er ánægð með
það eins og það er.“
Frakkland.
Afkoma þeirra,
sem stunda land-
búnað í Loire-
dalnum i Frakk-
landi byggist á
vínyrkju. „Ég hef
hvergi átt heima
annarsstaðar en í
Chouzy-sur-
Cisse. Við búum á sveitabýli, íbúðar-
húsið er 3 herbergi og eldhús. Eina
upphitunin er ofn í eldhúsinu. Við
höfum hvorki heitt vatn né bað, en
við höfum rafljós í íbúðarhúsinu og
útihúsunum. Við eigum landið og
byggingamar. Við vinnum öll mikið
og höfum gott fæði.“ Louis Pasquier
er með lífi og sál við búskapinn.
Vinnudagurinn stendur frá klukkan
6 að morgni til kl. 8 að kvöldi og
megin afraksturinn fer til að auka
bústofninn og afla vinnutækja. Faðir
Louis hefur ekki trú á véltækninni,
en Louis er þar á annarri skoðun.
Og sú kemur tíð, að Louis mun ráða.
Þangað til verður hann að láta sér
nægja til skemmtana lítilsháttar
vasapeninga, sem hann fær fyrir
mjólk og egg. Hann skreppur á reið-
hjóli til nálægrar borgar til að hitta
vinkonur sínar, en er ákveðinn að
kvænast ekki nema sveitastúlku. Á-
hugamál á hann fá önnur en að leika
i danshljómsveit og lesa búnaðarrit.
Þótt hann sé kaþólskur, er hann
samt sósíalisti, en hefur aldrei komið
á stjórnmálafund og veit yfirleitt
lítið um heiminn. Hann fór einu sinni
til Le Havre og sá stórt hafskip sigla
inn. Það var tilkomumikið. Hann
getur ekki gleymt því.
I. P. þýddi.
oo oo
Nokkur munur,
Oliver Wendell Holmes, sem var einn af kunnust dómurum
Bandaríkjanna á sínum tíma, átti að halda fyrirlestur við há-
skóla. Hann var ókunnugur staðháttum og þegar hann kom
að reisulegri byggingu, hélt hann að það væri háskólinn.
En þegar Holmes gaf sig á tal við dyravörðinn, komst hann
að raun um að þetta var geðveikrahæli en ekki háskóli. Holmes
brosti og sagði góðlátlega:
„Það er nú kannski ekki svo mikill munur á stofnunum,
þegar öllu er á botninn hvolft."
„Og nokkur þó,“ sagði dyravörðurinn. „Hér verða menn að
sýna framför áður en þeir eru útskrifaðir."
— Magazine Digest.