Úrval - 01.04.1953, Blaðsíða 30
28
TJRVAL
var tekinn úr látnum manni og
grædd í iifandi mann. Sjúkl-
ingurinn var 46 ára gamall
maður. Þanþol aðalslagæðar-
innar hafði bilað og hún togn-
að á kafla þannig að hún vai'
eins gild og mannshönd og
mikil hætta á að æðaveggurinn
brysti. Skurðlæknirinn skar
burtu tognaða hlutann og
saumaði í staðinn tilsvarandi
hluta úr aðalslagæð ungs
manns sem dáið hafði af slys-
förum 10 dögum áður. Slag-
æðin hafði verið skorin burt
strax eftir lát mannsins og
geymd hraðfryst. Skurðlæknir-
inn notaði plastpípu og lét
blóðið renna um hana, fram-
hjá þeim hluta sem numinn
var á brott, meðan verið var
að setja aðfengna æðarhlutann
í staðinn.
Iljartaskurðlækna dreymir
um að geta gert aðgerðir sínar
inni í hjartanu sjáandi. I því
efni setja þeir traust sitt á
gervihjartað og gervilungað.
Þetta er margbrotin vél sem
ætlað er það hlutverk að taka
við blóðinu, hreinsa úr því kol-
sýruna, hlaða það súrefni og
dæla því síðan inn í aðalslag-
æoina að nýju. Vél þessi er
enn á tilraunastigi, en fuli
ástæða er til að ætla að hún
geti leyst af hendi það hlutverk
sem henni er ætlað. Gæti
skurðlæknirinn þá í ró og næði
unnið að aðgerð sinni á blóð-
lausu hjartanu meðan gervi-
hjartað leysir það af hólmi.
<x> ★ CV3
1 flugvél.
Gömul kona er í fyrstu flugferð sinni, og þegar vélin er ný-
komin á loft, gefur hún flugþernunni merki og biður hana
fyrir skilaboð til flugmannsins.
„Biðjið hann frá mér að fljúga ekki hraðar en hljóðið, þvi
að okkur langar til að tala saman á leiðinni.“ — Vár Tid.
★
Prófessor við háskólann í Edinborg festi upp tilkynningu í
kennslustofuna svohljóðandi: „Wilson prófessor gleðst yfir því
að geta skýrt nemendum sínum frá þeirri miklu sæmd, sem
honum hefur verið sýnd. Hann hefur verið útnefndur líflæknir
hennar hátignar drottningarinnar."
Tveim tímum siðar var búið að festa upp annan miða við
hliðina á tilkynningu prófessorsins og stóð á honum: „God
save the Queen!“ — Marianne.