Úrval - 01.04.1953, Blaðsíða 24
Hvemlg ÁstraJíumenn tóku skordýr í
þjónustu sína til að útrýma illgresi,
sem lagt hafði í eyði milljónir
hektara beifcilands.
Kaktusinn og lirfan.
Heimild: Grein í „Discovery",
eftir Douglas Iáversidge.
SAGA MANNSINS geymir
æðimörg dæmi um hörmu-
legar afleiðingar þess þegar
mennirnir hafa gripið inn í gang
náttúrunnar, raskað jafnvæginu
í henni. Flutningur á jurtum og
dýrum landa eða álfa í milli
hefur stundum orðið afdrifarík-
ur; dýr og jurtir, sem í móður-
landi sínu eru nytsöm, hafa orð-
ið að skaðlegum meindýrum og
illgresi í nýja landinu. Vér Is-
lendingar höfum öðlast dýr-
keypta reynslu í þessum efn-
rnn. Innfluttir sýklar hafa vald-
ið ómetanlegu tjóni í búfjár-
stofni vorum, og minkurinn, sem
hér átti að verða nytjadýr, hef-
ur orðið vargur í varplöndum
og veiðiám. Víðkunn er kanínu-
plágan í Ástralíu.*).
Hér verður á eftir sagt frá
hliðstæðu dæmi úr jurtaríki
Ástralíu og því, hvemig Ástr-
alíumönnum tókst að lokum að
kveða aftur niður þann ófögn-
uð, sem þeir höfðu komið af
stað. Sagan hefst fyrir rúmum
*) Sjá greinina „Kanínuplágan I
Ástralíu" í 4. hefti 10. árg. tJrvals.
100 árum, þegar einhver flutti
inn í landið kaktustegundina
Opuntia, inermis. Kaktus þessi
nefnist á ensku prickly pear,
mætti kannske nef na hann þymi-
pem á íslenzku. Áströlskum land-
eigendum þótti í fyrstu mikið til
koma um nytsemd þessa kakt-
uss. Hann var ágætur í limgirð-
ingar umhverfis landareignir og
ávöxtur hans var einkar ljúf-
fengur og góður til matar. Sem
dæmi um það, hve mikils hann
var metinn er sögð sú saga, að
verkamanni hafi verið sagt upp
starfi á búgarði fyrir að gleyma
að vökva kaktuslimgirðingu.
Fuglar bám kaktusfræin víða
og stuðluðu mjög að útbreiðslu
hans, svo og frumbyggjar lands-
ins, sem era hirðingjar.
Á áttunda tug nitjándu aldar-
innar náði kaktusinn fótfestu á
geysistóru svæði, og árið 1883
var yfirvöldunum loksins orðið
ljóst, að nauðsyn bæri til að út-
rýma honum. En það var þá
orðið um seinan. Allar tilraimir
til að hefta útbreiðslu hans mis-
tókust. I byrjun þessarar ald-
ar hafði hann lagt undir sig f jór-