Úrval - 01.04.1953, Blaðsíða 31

Úrval - 01.04.1953, Blaðsíða 31
Hvers vegna kaupa menn klámrit? Grein úr „Hörde Ni“, eftir Börje Löfgren. EF þér hafið ekki fundið það sem þér leitið að á þessu sviði, þá ættuð þér að reyna að kaupa verulega djarfar myndir beint frá Kaupmanna- höfn. Viljið þér fá óritskoðað- ar ljósmyndir? Sendið þá 10 kr. í pósti .... Veruleikalýsingin, sem verður umræðuefni dagsins. Lesið játningar hinnar afvega- leiddu sveitastúlku .... Nýjung frá Ameríku! 52 naktar Holly- woodtízkudömur, litmyndaðar í heillandi stellingum. Öll serían er spil ásamt jóker. Þér getið spilað á hana allt frá „Löngu- vitleysu" til ,,Kanasta“. Seld í fallegum umbúðum .... Ægileg lýsing á lífi gleðikvenna! Bók fyrir þá, sem gera strangar kröfur til raunsæis í lýsing- um .. ..“ Þetta eru nokkrar auglýsing- ar úr tveim tímaritum, sem ég keypti af rælni í tóbaksbúð fyr- ir nokkrum dögum. Flestir munu hiklaust telja það sem hér er auglýst til klámrita (porno- grafi). Almennt munu menn þykjast kunna fullvel skil á því hvað sé klámrit, en séu menn beðnir að skilgreina orðið nákvæmlega, er hætt við að mörgum vefjist tunga um tönn. Segja má að klámrit séu það prentað mál (og myndir) sem framleitt er með það fyrir augum að full- nægja þörf lesendans (eða skoð- andans) fyrir kynörvun. Þetta geta verið blöð, bækur og tíma- rit, eða þá myndir, t. d. svo- nefndar franskar Ijósmyndir. Nú á tímum má kannski bæta því við að allajafna sé þessi framleiðsla sneydd listrænu gildi, og með því að sú skoð- un er nú viðurkennd, að góður listamaður hafi leyfi til að lýsa hvaða fyrirbæri sem vera skal, er því nú oftast bætt við skil- greininguna á klámritum að þau séu ekki gerð í alvarlegum listrænum tilgangi. Góðar bók- menntir teljum vér nútímamenn ekki til klámrita jafnvel þótt þær hafi kynæsandi áhrif á sumt fólk. Annað mál er, að verk rit- höfunda, sem knúnir eru af list- rænni þörf til vægðarlausrar hreinskilni, eru oft lesin sem klámrit, en það verður væntan- lega að skrifast á reikning les- andans en ekki höfundarins. 1 þessu sambandi má minna á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.